Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 23:41 Atli Helgason er skráður eini eigandi Versus lögmanna, samkvæmt fyrirtækjaskrá. vísir/stöð 2 Lögmannafélag Íslands rekur nú mál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds og stjórnarsetu á stofunni Versus. Atli Helgason er skráður eigandi stofunnar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Atli, sem er lögfræðingur að mennt, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 2001 og var í kjölfarið sviptur lögmannsréttindum sínum, og hefur því ekki heimild til þess að reka stofuna, að mati félagsins. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Atli skráður eini eigandi Versus lögmanna, en upplýsingarnar eru frá árinu 2014. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en heimildir fréttastofu herma að félagið hafi krafist þess að allir lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum vegna málsins.Heimasíða Versus lögmanna liggur niðri, sem og Facebook-síða fyrirtækisins. Vefsíðan var opin í síðasta mánuði, og leit þá svona út.Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður hjá Versus, vildi heldur ekki tjá sig um málið, og þá hefur vefsíðu stofunnar verið lokað, en eftir því sem fréttastofa kemst næst var heimasíðan opin í síðasta mánuði. Lögmannafélagið sendi tölvupóst á félagsmenn sína í vikunni þar sem þeir eru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar. Atli Helgason var dæmdur fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni árið 2001. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót og hugðist þá sækjast eftir lögmannsréttindum sínum á ný. Hann hætti hins vegar við það sama dag og málflutningur í málinu átti að fara fram, en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Atli sagði í bókun sem hann lagði fram að starfsréttindi sín sem lögmaður væru minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefði endurvakið. Hann hafi því afráðið að afturkalla ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingu. Tengdar fréttir Atli hættir við að endurheimta réttindin Atli Helgason telur að starfsréttindin sem lögmaður séu minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. 1. febrúar 2016 10:03 Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að Atli Helgason endurheimti málflutningsréttindi sín. 19. janúar 2016 18:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Lögmannafélag Íslands rekur nú mál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds og stjórnarsetu á stofunni Versus. Atli Helgason er skráður eigandi stofunnar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Atli, sem er lögfræðingur að mennt, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 2001 og var í kjölfarið sviptur lögmannsréttindum sínum, og hefur því ekki heimild til þess að reka stofuna, að mati félagsins. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Atli skráður eini eigandi Versus lögmanna, en upplýsingarnar eru frá árinu 2014. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en heimildir fréttastofu herma að félagið hafi krafist þess að allir lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum vegna málsins.Heimasíða Versus lögmanna liggur niðri, sem og Facebook-síða fyrirtækisins. Vefsíðan var opin í síðasta mánuði, og leit þá svona út.Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður hjá Versus, vildi heldur ekki tjá sig um málið, og þá hefur vefsíðu stofunnar verið lokað, en eftir því sem fréttastofa kemst næst var heimasíðan opin í síðasta mánuði. Lögmannafélagið sendi tölvupóst á félagsmenn sína í vikunni þar sem þeir eru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar. Atli Helgason var dæmdur fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni árið 2001. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót og hugðist þá sækjast eftir lögmannsréttindum sínum á ný. Hann hætti hins vegar við það sama dag og málflutningur í málinu átti að fara fram, en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Atli sagði í bókun sem hann lagði fram að starfsréttindi sín sem lögmaður væru minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefði endurvakið. Hann hafi því afráðið að afturkalla ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingu.
Tengdar fréttir Atli hættir við að endurheimta réttindin Atli Helgason telur að starfsréttindin sem lögmaður séu minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. 1. febrúar 2016 10:03 Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að Atli Helgason endurheimti málflutningsréttindi sín. 19. janúar 2016 18:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Atli hættir við að endurheimta réttindin Atli Helgason telur að starfsréttindin sem lögmaður séu minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. 1. febrúar 2016 10:03
Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11
Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að Atli Helgason endurheimti málflutningsréttindi sín. 19. janúar 2016 18:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels