Erlent

Neyðarástandi vegna Zika aflétt

Börn með höfuðsmæð fæðast með minni heila en önnur börn og geta aldrei náð fullum þroska á ævinni.
Börn með höfuðsmæð fæðast með minni heila en önnur börn og geta aldrei náð fullum þroska á ævinni. Vísir/Getty
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisað hefur í Suður- og Mið-Ameríku síðustu misseri. Stofnunin telur þó veiruna komna til að vera.

Neyðarástandi var lýst yfir í febrúar síðastliðnum, en veiran hefur gert vart við sig í yfir þrjátíu löndum. Hún er sögð valda alvarlegum fósturskaða þannig að börn fæðist með svokallað dverghöfuð. Veiran náði hvað mestri útbreiðslu í Brasilíu en þar hafa yfir 2.100 börn sýkst af veirunni.

Zika-veiran berst með moskítóflugum. Hún er ekki talin banvæn en einn af hverjum fimm sem sýkjast af henni eru sagðir þróa með sér einkenni á borð við hita, útbrot og liðverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×