Enski boltinn

Giggs vill bara fara til félags með sama metnað og hann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hver verða næstu skref hjá Ryan Giggs?
Hver verða næstu skref hjá Ryan Giggs? vísir/getty
Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segist verið tilbúinn fyrir stjórastarfið, hann á bara eftir að finna sér félag með nægilega mikinn metnað.

Giggs fór á dögunum í viðtal við forráðamenn Swansea um stjórastarfið hjá félaginu. Giggs fékk ekki starfið og réði félagið Bandaríkjamanninn Bob Bradley í staðinn.

„Ég ræddi við Swansea og var nokkuð nálægt því að fá starfið. Það var mjög góð reynsla fyrir mig að ræða við félag af þessari stærðargráðu, en mér var ekki ætlað að vinna þarna,“segir Giggs.

„Ef ég finn félagið sem er með svipaðan metnað og ég, þá mun ég skoða það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×