Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 10:38 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það. Alþingi Kjararáð Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það.
Alþingi Kjararáð Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira