Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 10:38 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það. Alþingi Kjararáð Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir launahækkanir kjararáðs til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands mjög miklar. Þessir hópar eigi ekki að vera leiðandi í launum í landinu heldur að fylgja almennri þróun launa á vinnumarkaði en nýjasta launahækkun þessa hóps nemur 45 prósentum og er því langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að fara þurfi yfir fyrirkomulagið varðandi ákvarðanir kjararáðs og bendir á að vinna við það hafi hafist á lokametrum seinasta þings en ekki hafi tekist að ljúka við það. Þannig þurfi að fækka fólki sem heyri undir kjararáð, endurskipa eigi skipan ráðsins og setja einhver skýr og gagnsæ viðmið þannig að þróun launanna sé ekki með þessum hætti.Sjá einnig: Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Ótrúlegar hækkanir“ Mikið hefur verið talað um að hér þurfi að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og má því spyrja sig hvort að þessi mikla launahækkun setji hann í uppnám. „Við höfum einmitt talað fyrir því að til þess að auka jöfnuð í samfélaginu þá þarf að setja sérstakt hátekjuþrep í skattkerfið á laun sem fara svona rúmlega yfir milljónina. Það er hluti af því að viðhalda hér efnahagslegum stöðugleika,“ segir Katrín en ef að slíkt skattþrep yrði sett á myndu laun þingmanna falla þar undir þar sem þau verða nú um 1,1 milljón á mánuði. Aðspurð hvort að Katrín sé á leið til fundar við forsetann á Bessastöðum í dag segist hún ekki hafa fengið neitt boð um það.
Alþingi Kjararáð Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira