Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 14:00 Það verða engir áhorfendur á Maksimir-leikvanginum í Zagreb þar sem strákanir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu mæta Króatíu í fjórða leik liðanna í undankeppni HM 2018. Króatía þarf að spila leikinn fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda en þeir spiluðu einnig heimaleikinn gegn Tyrklandi í fyrstu umferðinni fyrir tómum velli. Ísland tapaði, 2-0, fyrir Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2014 í Brasilíu og missti þar af tækifæri að komast á fyrsta stórmótið. Það tókst svo þegar Ísland komst á EM 2016.Sjá einnig:Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu „Við eigum slæmar minningar frá Maksimir-vellinum alveg klárlega. Króatískir stuðningsmenn eru mjög háværir. Að því leytinu til er gott að vera lausir við þá,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag aðspurður hvort þetta myndi hafa einhver áhrif. Þetta verður í annað sinn í riðlinum sem Ísland spilar fyrir tómum velli en strákarnir okkar gerðu markalaust jafntefli við Úkraínu í Kænugarði þar sem engir áhorfendur fengu að mæta. „Eins og í Úkraínu er þetta skrítið fyrir báðar þjóðir. Ætli leikmenn Króatíu séu ekki vanari en við að spila fyrir fleiri áhorfendur. Ég held að það sé skrítið fyrir alla atvinnumenn að spila fyrir tómum velli,“ sagði Heimir.Sjá einnig:Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri „Tilfinningin var eins og í einhverjum æfingaleik á Íslandi. Það góða við það er að þá getur Helgi látið ljós sitt skína og þá heyrist hvað hann segir,“ sagði þjálfarinn og hló en nánast heyrðist hvert einasta orð sem þjálfararnir kölluðu inn á völlinn í Kænugarði. „Fyrir okkur er eina breytingin að það heyrist hvað við erum að segja. Stundum skammast maður sín þegar maður horfir á þennan Úkraínuleik aftur hvað maður var að öskra þarna inn á. Maður verður að vanda orðavalið,“ sagði Heimir. „Þetta kemur jafnt út fyrir bæði lið en auðvitað væri betra fyrir Króatana að vear með sína stuðningsmenn. Vonandi getum við nýtt okkur þetta,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári. 4. nóvember 2016 11:20 Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 11:15 Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 13:00 Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. 4. nóvember 2016 12:01 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Það verða engir áhorfendur á Maksimir-leikvanginum í Zagreb þar sem strákanir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu mæta Króatíu í fjórða leik liðanna í undankeppni HM 2018. Króatía þarf að spila leikinn fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda en þeir spiluðu einnig heimaleikinn gegn Tyrklandi í fyrstu umferðinni fyrir tómum velli. Ísland tapaði, 2-0, fyrir Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2014 í Brasilíu og missti þar af tækifæri að komast á fyrsta stórmótið. Það tókst svo þegar Ísland komst á EM 2016.Sjá einnig:Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu „Við eigum slæmar minningar frá Maksimir-vellinum alveg klárlega. Króatískir stuðningsmenn eru mjög háværir. Að því leytinu til er gott að vera lausir við þá,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag aðspurður hvort þetta myndi hafa einhver áhrif. Þetta verður í annað sinn í riðlinum sem Ísland spilar fyrir tómum velli en strákarnir okkar gerðu markalaust jafntefli við Úkraínu í Kænugarði þar sem engir áhorfendur fengu að mæta. „Eins og í Úkraínu er þetta skrítið fyrir báðar þjóðir. Ætli leikmenn Króatíu séu ekki vanari en við að spila fyrir fleiri áhorfendur. Ég held að það sé skrítið fyrir alla atvinnumenn að spila fyrir tómum velli,“ sagði Heimir.Sjá einnig:Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri „Tilfinningin var eins og í einhverjum æfingaleik á Íslandi. Það góða við það er að þá getur Helgi látið ljós sitt skína og þá heyrist hvað hann segir,“ sagði þjálfarinn og hló en nánast heyrðist hvert einasta orð sem þjálfararnir kölluðu inn á völlinn í Kænugarði. „Fyrir okkur er eina breytingin að það heyrist hvað við erum að segja. Stundum skammast maður sín þegar maður horfir á þennan Úkraínuleik aftur hvað maður var að öskra þarna inn á. Maður verður að vanda orðavalið,“ sagði Heimir. „Þetta kemur jafnt út fyrir bæði lið en auðvitað væri betra fyrir Króatana að vear með sína stuðningsmenn. Vonandi getum við nýtt okkur þetta,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári. 4. nóvember 2016 11:20 Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 11:15 Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 13:00 Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. 4. nóvember 2016 12:01 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17
Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12
A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári. 4. nóvember 2016 11:20
Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 11:15
Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 13:00
Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. 4. nóvember 2016 12:01
„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn