Erlent

Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
illary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum
illary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum Vísir/Getty
Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli Donald Trump þar sem hann hélt sigurræðu sína eftir að hafa unnið óvæntan sigur í forsetakosningunum í nótt.

Fyrir stundu hringdi Clinton í Trump og viðurkenndi ósigur sinn. Í ræðu sinni þakkaði Trump Clinton fyrir kosningabaráttunna og sagði Trump að bandaríska þjóðin stæði í þakkarskuld við Clinton fyrir þjónustu sína í gegnum tíðina.

Sjá einnig:Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna

Trump vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var.

Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu við fjölmiðla.

Nú morgunsárið varð endanlega ljóst að Trump hafði unnnið sigur en þegar þetta er skrifað hefur Trump hlotið 279 kjörmenn gegn 218 kjörmönnum Clinton samkvæmt New York Times en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. Eftir á að úrskurða um sigurvegara í Arizona, Michigan, New Hamspure og Minnesota.


Tengdar fréttir

Sigurræða Trump í heild sinni

Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York




Fleiri fréttir

Sjá meira


×