Enn á ný fara landsliðsverkefni illa með Arsenal-leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 16:45 Alexis Sanchez. Vísir/Getty Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira