Elliði vill fara í stjórn með VG Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2016 11:48 Elliði getur ekki séð annað en samstarf Bjarna og Katrínar geti reynst farsælt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira