Elliði vill fara í stjórn með VG Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2016 11:48 Elliði getur ekki séð annað en samstarf Bjarna og Katrínar geti reynst farsælt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira