Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:17 „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
„Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira