Erlent

Ein þekktasta fjallaklifurkona heims látin

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vísir/Getty
Japanska fjallaklifurkonan Junko Tabei er látin. Hún var fyrsta kona mannkynssögunnar til þess að komast upp á tind Everest fjalls en það gerði hún árið 1975. Árið 1992 varð hún fyrsta konan til þess að komast í hinn svokallaða „sjö tinda“ flokk en í honum eru einstaklingar sem klifið hafa hæstu tinda heimsálfanna sjö.

Tabei náði heimsfrægð eftir að hún kleif Everest en talið er að hún hafi klifið fjöll í um 60 löndum á ævi sinni.

Tabei var 77 ára gömul og lést á spítala í Tókýó eftir baráttu við krabbamein. Haft er eftir fréttastofu NHK að hún hafi haldið áfram að klífa fjöll eftir að hún var greind með sjúkdóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×