Ný og hættuleg tegund netárása Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 21:00 Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“ Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“
Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07