Martraðalíf hjá Mourinho í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2016 08:00 Jose Mourinho. Vísir/Getty Það gengur illa þessa dagana hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og þá erum við bæði að tala um inn á vellinum og utan hans. Manchester United hefur ekki unnið deildarleik í október og tapaði 4-0 fyrir Chelsea um síðustu helgi. Jose Mourinho kvartaði yfir því að hafa verið niðurlægður í leiknum á Brúnni og ensku blöðin voru fljót að breyta viðurnafni hans úr „Hinum sérstaka“ í „Hinn niðurlægða“. Daily Mirror slær því síðan upp í morgun að ástæða slæms gengis portúgalska stjórans séu þær aðstæður sem hann býr við í Manchester. Jose Mourinho segir að lífið sitt í Manchester sé martröð. Mourinho hefur búið í svítu á efstu hæð á Lowry hótelinu í borginni. Restin af fjölskyldu hans býr hinsvegar áfram í London. Hinn 53 ára gamli Jose Mourinho fær fimmtán milljón punda í árslaun eða yfir tvo milljarða íslenskra króna. Peningarnir eru hinsvegar ekki nóg því kappinn saknar fjölskyldunnar og segist vera með hálfgerða innilokunarkennd í fiskabúrinu Manchester. Hann kvartar meðal annars yfir því að geta ekki farið í göngutúr. Börnin hans eru 20 ára og 17 ára og eru búin að koma sér vel fyrir í London. Það kemur því ekki til greina að rífa þau upp enda eru vinirnir, skólinn og allt sem skiptir þau mestu máli í höfuðborginni. „Þau eru á þeim aldri að þau geta ekki elt mig út um allt eins og einu sinni. Í fyrsta sinn er fjölskyldan ekki saman,“ sagði Mourinho við blaðamann Daily Mirror. „Við reynum að gera það besta úr þessu og vonandi sjáum við fram úr þessu,“ sagði Mourinho. Pressan sem kemur síðan vegna slakrar frammistöðu inn á vellinum er síðan ekki að auðvelda ástandið. Lærisveinar Jose Mourinho geta hinsvegar létt stjóra sínum lífið með því að vinna nágrannana í Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010. 23. október 2016 17:19 Eiður: „Jose kann ennþá að ná því besta út úr Chelsea“ Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, virðist hafa gaman af leiknum sem stendur nú yfir á Stamford Bridge. 23. október 2016 16:49 Verri byrjun hjá Mourinho en hjá bæði Moyes og Van Gaal Jose Mourinho átti að koma Manchester United til bjargar eftir frekar mögur ár undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal en eftir stóran skell á Brúnni í gær þá eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United farnir að efast. 24. október 2016 13:45 Mourinho: Verðum að spila eins og karlmenn Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur skorað á leikmenn sína að rísa upp og sýna í leiknum gegn Man. City að þeir séu alvöru karlmenn. 25. október 2016 12:30 Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea. 24. október 2016 08:00 Sagði Mourinho við Rooney að hann mætti fara? Framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United er í óvissu og enska blaðið Sun slær því upp í morgun að leikmaðurinn hafi fengið leyfi til að fara frá Manchester United. 25. október 2016 08:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Það gengur illa þessa dagana hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og þá erum við bæði að tala um inn á vellinum og utan hans. Manchester United hefur ekki unnið deildarleik í október og tapaði 4-0 fyrir Chelsea um síðustu helgi. Jose Mourinho kvartaði yfir því að hafa verið niðurlægður í leiknum á Brúnni og ensku blöðin voru fljót að breyta viðurnafni hans úr „Hinum sérstaka“ í „Hinn niðurlægða“. Daily Mirror slær því síðan upp í morgun að ástæða slæms gengis portúgalska stjórans séu þær aðstæður sem hann býr við í Manchester. Jose Mourinho segir að lífið sitt í Manchester sé martröð. Mourinho hefur búið í svítu á efstu hæð á Lowry hótelinu í borginni. Restin af fjölskyldu hans býr hinsvegar áfram í London. Hinn 53 ára gamli Jose Mourinho fær fimmtán milljón punda í árslaun eða yfir tvo milljarða íslenskra króna. Peningarnir eru hinsvegar ekki nóg því kappinn saknar fjölskyldunnar og segist vera með hálfgerða innilokunarkennd í fiskabúrinu Manchester. Hann kvartar meðal annars yfir því að geta ekki farið í göngutúr. Börnin hans eru 20 ára og 17 ára og eru búin að koma sér vel fyrir í London. Það kemur því ekki til greina að rífa þau upp enda eru vinirnir, skólinn og allt sem skiptir þau mestu máli í höfuðborginni. „Þau eru á þeim aldri að þau geta ekki elt mig út um allt eins og einu sinni. Í fyrsta sinn er fjölskyldan ekki saman,“ sagði Mourinho við blaðamann Daily Mirror. „Við reynum að gera það besta úr þessu og vonandi sjáum við fram úr þessu,“ sagði Mourinho. Pressan sem kemur síðan vegna slakrar frammistöðu inn á vellinum er síðan ekki að auðvelda ástandið. Lærisveinar Jose Mourinho geta hinsvegar létt stjóra sínum lífið með því að vinna nágrannana í Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010. 23. október 2016 17:19 Eiður: „Jose kann ennþá að ná því besta út úr Chelsea“ Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, virðist hafa gaman af leiknum sem stendur nú yfir á Stamford Bridge. 23. október 2016 16:49 Verri byrjun hjá Mourinho en hjá bæði Moyes og Van Gaal Jose Mourinho átti að koma Manchester United til bjargar eftir frekar mögur ár undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal en eftir stóran skell á Brúnni í gær þá eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United farnir að efast. 24. október 2016 13:45 Mourinho: Verðum að spila eins og karlmenn Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur skorað á leikmenn sína að rísa upp og sýna í leiknum gegn Man. City að þeir séu alvöru karlmenn. 25. október 2016 12:30 Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea. 24. október 2016 08:00 Sagði Mourinho við Rooney að hann mætti fara? Framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United er í óvissu og enska blaðið Sun slær því upp í morgun að leikmaðurinn hafi fengið leyfi til að fara frá Manchester United. 25. október 2016 08:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010. 23. október 2016 17:19
Eiður: „Jose kann ennþá að ná því besta út úr Chelsea“ Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, virðist hafa gaman af leiknum sem stendur nú yfir á Stamford Bridge. 23. október 2016 16:49
Verri byrjun hjá Mourinho en hjá bæði Moyes og Van Gaal Jose Mourinho átti að koma Manchester United til bjargar eftir frekar mögur ár undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal en eftir stóran skell á Brúnni í gær þá eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United farnir að efast. 24. október 2016 13:45
Mourinho: Verðum að spila eins og karlmenn Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur skorað á leikmenn sína að rísa upp og sýna í leiknum gegn Man. City að þeir séu alvöru karlmenn. 25. október 2016 12:30
Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea. 24. október 2016 08:00
Sagði Mourinho við Rooney að hann mætti fara? Framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United er í óvissu og enska blaðið Sun slær því upp í morgun að leikmaðurinn hafi fengið leyfi til að fara frá Manchester United. 25. október 2016 08:00