Vonast eftir afgerandi kosningu Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 11:15 Bjarni í Garðabæ í morgun. Vísir/Jóhann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir afgerandi kosningu. Hann segir núverandi stjórnarflokka ekki líklega til að halda meirihluta á þingi og bíður hann „spenntur“ eftir niðurstöðunum. Bjarni kaus í Fjölbrautaskóla Garðabæjar nú í morgun, þar sem fréttastofa 365 náði tali af honum. „Maður er mjög spenntur. Ég sé það á könnunum að þetta er mjög knappt þannig að ég geri ráð fyrir því að úrslitin geti ráðist mjög seint. Flestir munu eflaust horfa á það hvort að núverandi stjórnarandstöðuflokkar ná meirihluta þingmanna, en í því sambandi skiptir miklu hver sá meirihluti kann að verða. Ég vonast til þess að það gerist ekki og við fáum afgerandi kosningu. Svo verðum við bara að vinna með þá stöðu sem að kjósendur gefa okkur.“ Bjarni segir „ekki hægt að segja“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í óformlegum viðræðum við aðra flokka fyrir kosningarnar. „Við erum auðvitað í stjórnarsamstarfi og við höfum farið yfir þá stöðu. Eitt af því sem við höfum séð ásamt Framsóknarflokknum er að þessir tveir flokkar eru ekki líklegir til að halda þeim meirihluta í þinginu sem þeir hafa í dag. Þannig að við höfum aðeins rætt það.“ Þá vildi Bjarni ekki segja til um hver ákjósanlegasti flokkurinn væri til að koma inn í stjórnarsamstarfið. „Ég bíð spenntur, eins og aðrir landsmenn, að sjá hvernig þingið raðast saman og við verðum einfaldlega að líta í eigin barm, hvert og eitt okkar, og spyrja: Hvað getum við gert til þess að vinna landinu sem allra mest gagn? Gera flestum sem mest gagn í ljósi þeirrar niðurstöðu sem að fæst í kvöld. Ég ætla að vera svolítið opinn í huganum þegar ég geng til þess verks,“ segir Bjarni. Spurður út í kosningabaráttuna segir Bjarni að honum finnist sjónvarpið hafa sinnt baráttunni meira en oft áður. „Samfélagsmiðlar eru að riðla sér meira inn á þennan vettvang. Að hluta til er það vegna þess að flokkarnir vilja finna leiðir til þess að verja minni fjármunum í kosningabaráttuna, þannig að því leyti er þetta aðeins að breytast. Það einkennir líka baráttuna núna hvað það eru margir flokkar. Margir flokkar sem eiga möguleika á þingsæti. Þetta hefur um margt verið dálítið sérstök kosningabarátta og kannski helst það hvað það er miklu meiri umræða á samfélagsmiðlum og meiri kynning á flokkunum og frambjóðendum þar, heldur en átti við þegar ég var fyrst kjörinn á þing 2003. Þetta er eins og svart og hvítt.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður. 29. október 2016 07:00 „Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag. 29. október 2016 09:25 Búinn að kjósa og fer að smíða ramp Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða. 29. október 2016 10:46 „Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus flokk sinn í fyrsta skipti í morgun. 29. október 2016 09:40 Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir afgerandi kosningu. Hann segir núverandi stjórnarflokka ekki líklega til að halda meirihluta á þingi og bíður hann „spenntur“ eftir niðurstöðunum. Bjarni kaus í Fjölbrautaskóla Garðabæjar nú í morgun, þar sem fréttastofa 365 náði tali af honum. „Maður er mjög spenntur. Ég sé það á könnunum að þetta er mjög knappt þannig að ég geri ráð fyrir því að úrslitin geti ráðist mjög seint. Flestir munu eflaust horfa á það hvort að núverandi stjórnarandstöðuflokkar ná meirihluta þingmanna, en í því sambandi skiptir miklu hver sá meirihluti kann að verða. Ég vonast til þess að það gerist ekki og við fáum afgerandi kosningu. Svo verðum við bara að vinna með þá stöðu sem að kjósendur gefa okkur.“ Bjarni segir „ekki hægt að segja“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í óformlegum viðræðum við aðra flokka fyrir kosningarnar. „Við erum auðvitað í stjórnarsamstarfi og við höfum farið yfir þá stöðu. Eitt af því sem við höfum séð ásamt Framsóknarflokknum er að þessir tveir flokkar eru ekki líklegir til að halda þeim meirihluta í þinginu sem þeir hafa í dag. Þannig að við höfum aðeins rætt það.“ Þá vildi Bjarni ekki segja til um hver ákjósanlegasti flokkurinn væri til að koma inn í stjórnarsamstarfið. „Ég bíð spenntur, eins og aðrir landsmenn, að sjá hvernig þingið raðast saman og við verðum einfaldlega að líta í eigin barm, hvert og eitt okkar, og spyrja: Hvað getum við gert til þess að vinna landinu sem allra mest gagn? Gera flestum sem mest gagn í ljósi þeirrar niðurstöðu sem að fæst í kvöld. Ég ætla að vera svolítið opinn í huganum þegar ég geng til þess verks,“ segir Bjarni. Spurður út í kosningabaráttuna segir Bjarni að honum finnist sjónvarpið hafa sinnt baráttunni meira en oft áður. „Samfélagsmiðlar eru að riðla sér meira inn á þennan vettvang. Að hluta til er það vegna þess að flokkarnir vilja finna leiðir til þess að verja minni fjármunum í kosningabaráttuna, þannig að því leyti er þetta aðeins að breytast. Það einkennir líka baráttuna núna hvað það eru margir flokkar. Margir flokkar sem eiga möguleika á þingsæti. Þetta hefur um margt verið dálítið sérstök kosningabarátta og kannski helst það hvað það er miklu meiri umræða á samfélagsmiðlum og meiri kynning á flokkunum og frambjóðendum þar, heldur en átti við þegar ég var fyrst kjörinn á þing 2003. Þetta er eins og svart og hvítt.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður. 29. október 2016 07:00 „Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag. 29. október 2016 09:25 Búinn að kjósa og fer að smíða ramp Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða. 29. október 2016 10:46 „Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus flokk sinn í fyrsta skipti í morgun. 29. október 2016 09:40 Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður. 29. október 2016 07:00
„Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag. 29. október 2016 09:25
Búinn að kjósa og fer að smíða ramp Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða. 29. október 2016 10:46
„Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus flokk sinn í fyrsta skipti í morgun. 29. október 2016 09:40
Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00
Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30