Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Snærós Sindradóttir skrifar 29. október 2016 07:00 Kosningavökur stjórnmálaflokkanna í kvöld eru víða Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira