Innlent

„Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus í Laugalækjarskóla um klukkan hálf tíu í morgun. Benedikt kýs í Reykjavík Norður þar sem lögheimili hans er að finna en sjálfur býður hann fram í Norðausturkjördæmi.

„Það hefur aldrei verið jafnauðvelt að kjósa,“ sagði Benedikt við fréttamann á kjörstað í morgun.

Fylgi flokksins hefur verið á bilinu 8-11 prósent í könnunum undanfarnar vikur og allt sem bendir til þess að flokkurinn fái nokkra kjörna á þing en flokkurinn býður fram í fyrsta skipti.

Að neðan má sjá fylgi flokka í undanförnum könnunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.