Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:00 Birkir Bjarnason var með framhaldsnámskeið í miðjuspilsfræðum í gærkvöldi. vísir/ernir Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina. Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun. Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka. Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02 Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15 Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56 Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina. Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun. Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka. Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02 Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15 Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56 Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02
Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15
Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56
Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15