Skotar stefna á nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2016 19:45 Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta. Brexit Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta.
Brexit Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira