Karamellumoli í konfektkassa Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 15. október 2016 08:00 Diego Costa fagnar marki sínu í leik gegn Hull. vísir/getty Diego Costa, markahæsti leikmaður enska boltans með sex mörk, er fæddur í Brasilíu í bænum Lagarto. Hann spilar þó fyrir Spán. Hann er einn umdeildasti leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar og nánast allir sófastuðningsmenn hér heima hafa skoðun á honum. Hvort hann sé frábær framherji eða hreinlega vond manneskja. Faðir Diegos Costa, Jose de Jesus, skírði hann í höfuðið á Diego Maradona sem er svolítið undarlegt þar sem Argentína og Brasilía hafa oftar en ekki eldað grátt silfur, sérstaklega á fótboltavellinum. Fjölskyldan var fátæk en pabbinn vann mikið og sá um mat á borðið. Í heimildarmynd Canal Plus kemur fram að Costa var mjög ör sem barn og mjög ákveðinn. „Oftar en ekki enduðu málin hjá honum með því að hnefarnir voru látnir tala,“ sagði faðir hans í myndinni.Diego Costa spilar fyrir landslið Spánar þrátt fyrir að vera fæddur í Brasilíu.vísir/gettyÞar kom fram að í bænum voru engir fótboltavellir og ekkert íþróttastarf þegar Costa var að alast upp. Til að spila fótbolta þurftu guttarnir því að spila á götunni. Þar voru reglurnar aðeins öðruvísi. Í viðtali við El País árið 2012 sagði Costa um uppvaxtarárin að hann hefði þurft að hafa fyrir hlutunum og hverjum einasta bolta í hverri einustu sókn. „Ég hélt að það væri eðlilegt að gefa öðrum leikmönnum olnbogaskot þegar ég byrjaði að æfa.“ Sextán ára flutti hann frá Lagarto til Sao Paulo og sá fyrir sér með því að selja ódýrar eftirlíkingar í verslunarmiðstöðvum. Hann gekk þó í raðir Barcelona Esportivo Capela til að sjá fyrir sér. Hann fékk fljótlega fjögurra mánaða bann fyrir að kýla andstæðing og ætla hreinlega í dómarann sem gaf honum rauða spjaldið. En leikstíll hans hafði vakið athygli og einn af útsendurum ofurumboðsmannsins Jorge Mendez kom til að horfa á hann spila. Ótrúlegt en satt var banninu aflétt, Costa spilaði og var í kjölfarið seldur til Sporting Braga í Portúgal. Það er oft stutt á milli hláturs og gráts, sérstaklega í íþróttum. Fjölskyldan var þó ekki á því að hleypa drengnum til Portúgals en móðir hans, Josileide, rifjaði upp í heimildarmyndinni að Costa lét orð þeirra sem vind um eyru þjóta. „Þetta var erfiður dagur. Hann stóð upp og sagði við okkur: Ef þið leyfið mér ekki að fara þá strýk ég. Ég ætla að fara.“ Diego Costa var á leið til Evrópu.Costa heldur um andlitið eftir að Moussa Dembele, leikmaður Tottenham, potaði í auga hans í leik sem tryggði Leicester City Englandsmeistaratitilinn fyrr í ár.Vísir/GettyLeiðin á toppinn hefur ekki verið eftir rauða dreglinum hjá Costa, hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Þótt hann sé markahæstur í deildinni núna og skoraði í landsleikjunum með Spáni í vikunni kom smá tími þar sem allt gekk á afturfótunum. Eftir ágætan tíma hjá Braga var hann seldur til Atletico Madrid á Spáni. Þar voru þeir Diego Forlan og Sergio Aguerro fyrstu kostir í framherjastöðurnar. Costa var sendur á lán til Celta Vigo, Albacete og Real Valladolid þar sem hann varð þekktari fyrir afrek sín í spjaldasöfnun frekar en markaskorun. Loks þegar tækifærið kom hjá Atletico hefur Costa aldrei litið um öxl. Diego Simeone setti sitt traust á hann árið 2013 þrátt fyrir að Costa hafði aldrei skorað meira en tíu mörk á tímabili. Liðið endaði sem meistari og Costa skoraði 27 mörk. Leikstíll hans hentaði liðinu og loks þurfti hann ekki að breyta sér. Hann var svo seldur í kjölfarið til Chelsea þar sem enginn skortur hefur verið á mörkum eða spjöldum hvort sem þau eru gul eða rauð.Costa reiðist Julian Speroni, markmanni Crystal Palace.Vísir/GettyÞrátt fyrir að vera trúlega einn hataðasti leikmaður knattspyrnunnar lýsa þeir sem standa honum næst sem frekar rólegu gæðablóði. Mario Suarez, fyrrverandi samherji hans, sagði að um leið og hann færi út á völl þá breyttist hann í þann Diego Costa sem heimurinn þekkti. Annars væri hann frekar rólegur. Eftir að Costa ákvað að spila með Spáni í stað Brasilíu var hann langt í frá vinsælasta persóna Brasilíu. En hann heldur í ræturnar og stofnaði knattspyrnuskóla í Lagarto þar sem um 200 börn æfa. Og nú eru reglurnar í fótboltanum í Lagarto ekki lengur samdar á götunni. Í myndinni sagði æskuvinur hans, Junior Menezes sem sér um daglegan rekstur skólans, að einu skilyrðin fyrir inngöngu í skólann væru að börnin sinntu einnig náminu. „Við erum að reyna að hjálpa fólki sem hefur enga drauma, enga stefnu og þurfa aðstoð við flest. Þarna koma börn sem hafa ekki efni á að kaupa sér fótboltaskó. Við gerum kröfur til þeirra með námsárangur en ekkert annað.“ Í myndinni stóð Diego Costa við hlið hans og sagði silkimjúkur: „Það skiptir nefnilega máli að búa til góða samfélagsþegna.“ Þess má geta að Costa greiðir allan kostnað við knattspyrnuskólann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
Diego Costa, markahæsti leikmaður enska boltans með sex mörk, er fæddur í Brasilíu í bænum Lagarto. Hann spilar þó fyrir Spán. Hann er einn umdeildasti leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar og nánast allir sófastuðningsmenn hér heima hafa skoðun á honum. Hvort hann sé frábær framherji eða hreinlega vond manneskja. Faðir Diegos Costa, Jose de Jesus, skírði hann í höfuðið á Diego Maradona sem er svolítið undarlegt þar sem Argentína og Brasilía hafa oftar en ekki eldað grátt silfur, sérstaklega á fótboltavellinum. Fjölskyldan var fátæk en pabbinn vann mikið og sá um mat á borðið. Í heimildarmynd Canal Plus kemur fram að Costa var mjög ör sem barn og mjög ákveðinn. „Oftar en ekki enduðu málin hjá honum með því að hnefarnir voru látnir tala,“ sagði faðir hans í myndinni.Diego Costa spilar fyrir landslið Spánar þrátt fyrir að vera fæddur í Brasilíu.vísir/gettyÞar kom fram að í bænum voru engir fótboltavellir og ekkert íþróttastarf þegar Costa var að alast upp. Til að spila fótbolta þurftu guttarnir því að spila á götunni. Þar voru reglurnar aðeins öðruvísi. Í viðtali við El País árið 2012 sagði Costa um uppvaxtarárin að hann hefði þurft að hafa fyrir hlutunum og hverjum einasta bolta í hverri einustu sókn. „Ég hélt að það væri eðlilegt að gefa öðrum leikmönnum olnbogaskot þegar ég byrjaði að æfa.“ Sextán ára flutti hann frá Lagarto til Sao Paulo og sá fyrir sér með því að selja ódýrar eftirlíkingar í verslunarmiðstöðvum. Hann gekk þó í raðir Barcelona Esportivo Capela til að sjá fyrir sér. Hann fékk fljótlega fjögurra mánaða bann fyrir að kýla andstæðing og ætla hreinlega í dómarann sem gaf honum rauða spjaldið. En leikstíll hans hafði vakið athygli og einn af útsendurum ofurumboðsmannsins Jorge Mendez kom til að horfa á hann spila. Ótrúlegt en satt var banninu aflétt, Costa spilaði og var í kjölfarið seldur til Sporting Braga í Portúgal. Það er oft stutt á milli hláturs og gráts, sérstaklega í íþróttum. Fjölskyldan var þó ekki á því að hleypa drengnum til Portúgals en móðir hans, Josileide, rifjaði upp í heimildarmyndinni að Costa lét orð þeirra sem vind um eyru þjóta. „Þetta var erfiður dagur. Hann stóð upp og sagði við okkur: Ef þið leyfið mér ekki að fara þá strýk ég. Ég ætla að fara.“ Diego Costa var á leið til Evrópu.Costa heldur um andlitið eftir að Moussa Dembele, leikmaður Tottenham, potaði í auga hans í leik sem tryggði Leicester City Englandsmeistaratitilinn fyrr í ár.Vísir/GettyLeiðin á toppinn hefur ekki verið eftir rauða dreglinum hjá Costa, hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Þótt hann sé markahæstur í deildinni núna og skoraði í landsleikjunum með Spáni í vikunni kom smá tími þar sem allt gekk á afturfótunum. Eftir ágætan tíma hjá Braga var hann seldur til Atletico Madrid á Spáni. Þar voru þeir Diego Forlan og Sergio Aguerro fyrstu kostir í framherjastöðurnar. Costa var sendur á lán til Celta Vigo, Albacete og Real Valladolid þar sem hann varð þekktari fyrir afrek sín í spjaldasöfnun frekar en markaskorun. Loks þegar tækifærið kom hjá Atletico hefur Costa aldrei litið um öxl. Diego Simeone setti sitt traust á hann árið 2013 þrátt fyrir að Costa hafði aldrei skorað meira en tíu mörk á tímabili. Liðið endaði sem meistari og Costa skoraði 27 mörk. Leikstíll hans hentaði liðinu og loks þurfti hann ekki að breyta sér. Hann var svo seldur í kjölfarið til Chelsea þar sem enginn skortur hefur verið á mörkum eða spjöldum hvort sem þau eru gul eða rauð.Costa reiðist Julian Speroni, markmanni Crystal Palace.Vísir/GettyÞrátt fyrir að vera trúlega einn hataðasti leikmaður knattspyrnunnar lýsa þeir sem standa honum næst sem frekar rólegu gæðablóði. Mario Suarez, fyrrverandi samherji hans, sagði að um leið og hann færi út á völl þá breyttist hann í þann Diego Costa sem heimurinn þekkti. Annars væri hann frekar rólegur. Eftir að Costa ákvað að spila með Spáni í stað Brasilíu var hann langt í frá vinsælasta persóna Brasilíu. En hann heldur í ræturnar og stofnaði knattspyrnuskóla í Lagarto þar sem um 200 börn æfa. Og nú eru reglurnar í fótboltanum í Lagarto ekki lengur samdar á götunni. Í myndinni sagði æskuvinur hans, Junior Menezes sem sér um daglegan rekstur skólans, að einu skilyrðin fyrir inngöngu í skólann væru að börnin sinntu einnig náminu. „Við erum að reyna að hjálpa fólki sem hefur enga drauma, enga stefnu og þurfa aðstoð við flest. Þarna koma börn sem hafa ekki efni á að kaupa sér fótboltaskó. Við gerum kröfur til þeirra með námsárangur en ekkert annað.“ Í myndinni stóð Diego Costa við hlið hans og sagði silkimjúkur: „Það skiptir nefnilega máli að búa til góða samfélagsþegna.“ Þess má geta að Costa greiðir allan kostnað við knattspyrnuskólann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira