Erlent

Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konungurinn var afar vinsæll í Taílandi.
Konungurinn var afar vinsæll í Taílandi. Vísir/AFP
Bandaríski tæknirisinn Facebook hefur ákveðið að taka út allar auglýsingar á Facebook í Taílandi um óákveðinn tíma. Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn.

Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Bhumibol Adulyadej en hann var sá konungur sem lengst hafði setið á valdastól eða í 70 ár.

Facebook segir að þetta sé gert til þess að virða menningu Taílands þar sem konungurinn er í hávegum hafður. Var jarðarför hans haldin í gær og þúsundir íbúa Taílands flykktust á götur Bangkok til þess að fyljgast með athöfninni.

Fjölmargir íbúar Taílands ganga aðeins í svörtu þessa dagana til þess að syrgja hinn fallna konung. Um 40 milljónir Taílendinga nota Facebook á hverjum degi og eru þeir allra þjóða virkastir á Facebook samkvæmt tölum fyrirtæksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×