Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2016 18:45 Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna í París á síðasta ári segir að erfitt hafi verið að trúa því að stríð væri í raun skollið á í Frakklandi og í dag megi alltaf búast við annarri hryðjuverkaárás. Ellefu mánuðir eru liðnir frá því að mannskæð hryðjuverk voru framin þar á nokkrum stöðum í borginni samtímis. Þess var minnst í dag að þrír mánuðir eru liðnir síðan hryðjuverkamaður ók vörubíl á gangandi vegfarendur í Nice í Frakklandi. Að kvöldi 13. nóvember á síðasta ári hófst röð hryðjuverkaárása í París þar sem hryðjuverkamenn réðust á vegfarendur og íbúa borgarinnar á mismunandi stöðum samtímis með skot- og sprengjuárásum, meðal annars við Stade de France íþróttaleikvanginn í Norður-París. Tuttugu og eitt bráðateymi frá slökkvi- og björgunarliði Parísar komu að björgun mannslífa við hörmulegar aðstæður en um 130 manns létust í árásunum og um 400 særðust. Jean-Pierre Tourtier, yfirmaður læknateymis Parísar, kom að björgunaraðgerðum meðal annars við Bataclan-leikhúsið þar sem mannskæðasta árásin átti sér stað. „Ég skildi þegar í stað að þetta var grimmilegt kvöld því það barst útkall vegna sprengingar á leikvanginum í norðurhluta Parísar og skothríðar annars staðar í París. Það er erfitt fyrir hermann eins og mig að sætta sig við að það geisi stríð í París,“ sagði Jean-Pierre Tourtier, yfirmaður læknateymis Parísar. Bráðateymið sem Jean stýrði starfaði í hringiðu árásanna og reyndi að sinna særðum en lögreglumenn á staðnum reyndu að veita þeim skjól frá skotum sem virtust koma úr öllum áttum. „Þetta var eins og hjá hermönnum í Afganistan. Það voru sprengingar og mikil skothríð. Þetta var eins og stríð,“ sagði Jean. Jean segir að þrátt fyrir alvarleika atburðanna sem stóðu yfir hafi verið óvenju mikil þögn legið yfir þeim stöðum þar sem árásirnar áttu sér stað. „Þegar maður er læknir eða hjúkrunarfræðingur hugsar maður bara um eitt þegar maður kemur á staðinn, að huga að hinum særðu,“ segir Jean.Varstu hræddur?„Nei, merkilegt nokk, ég hugsaði bara um vinnuna,“ segir JeanJean er staddur hér á landi og í gær flutti hann fyrirlestur á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem hann miðlaði af reynslu sinni og ræddi meðal annars samanburð á milli aðgerða í náttúruhamförum og hryðjuverkaárásum.„Þegar um náttúruhamfarir er að ræða verður maður að takast á við náttúruna. Þegar það eru menn sem vilja drepa fólk verður maður að takast á við skyni gæddar verur. Það er öðruvísi,“ segir JeanÁ eftir, þegar allt var yfirstaðið, hvernig var að snúa aftur og hugsa um það sem gerðist?„Ég horfi ekki um öxl, ég hugsa um framtíðina. Ég held að það verði önnur árás,“ segir Jean Tengdar fréttir Boðað til samstöðufundar vegna árásanna í París Samstöðufundurinn mun fara fram fyrir framan franska sendiráðið sem stendur við Túngötu 22 í Reykjavík 14. nóvember 2015 15:18 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Ætluðu að skella sér út að borða Svala Sigurðardóttir og Róbert Gunnarsson búa í París og ákváðu sem betur fer að vera heima í kvöld. 13. nóvember 2015 23:39 Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 „Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Ingibjörg Bergmann Bragadóttir segir ástandið í París vera súrrealískt. 13. nóvember 2015 23:37 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Barak Obama heitir Frökkum stuðningi Blóðbaðið í París sendur enn yfir. 13. nóvember 2015 23:09 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna í París á síðasta ári segir að erfitt hafi verið að trúa því að stríð væri í raun skollið á í Frakklandi og í dag megi alltaf búast við annarri hryðjuverkaárás. Ellefu mánuðir eru liðnir frá því að mannskæð hryðjuverk voru framin þar á nokkrum stöðum í borginni samtímis. Þess var minnst í dag að þrír mánuðir eru liðnir síðan hryðjuverkamaður ók vörubíl á gangandi vegfarendur í Nice í Frakklandi. Að kvöldi 13. nóvember á síðasta ári hófst röð hryðjuverkaárása í París þar sem hryðjuverkamenn réðust á vegfarendur og íbúa borgarinnar á mismunandi stöðum samtímis með skot- og sprengjuárásum, meðal annars við Stade de France íþróttaleikvanginn í Norður-París. Tuttugu og eitt bráðateymi frá slökkvi- og björgunarliði Parísar komu að björgun mannslífa við hörmulegar aðstæður en um 130 manns létust í árásunum og um 400 særðust. Jean-Pierre Tourtier, yfirmaður læknateymis Parísar, kom að björgunaraðgerðum meðal annars við Bataclan-leikhúsið þar sem mannskæðasta árásin átti sér stað. „Ég skildi þegar í stað að þetta var grimmilegt kvöld því það barst útkall vegna sprengingar á leikvanginum í norðurhluta Parísar og skothríðar annars staðar í París. Það er erfitt fyrir hermann eins og mig að sætta sig við að það geisi stríð í París,“ sagði Jean-Pierre Tourtier, yfirmaður læknateymis Parísar. Bráðateymið sem Jean stýrði starfaði í hringiðu árásanna og reyndi að sinna særðum en lögreglumenn á staðnum reyndu að veita þeim skjól frá skotum sem virtust koma úr öllum áttum. „Þetta var eins og hjá hermönnum í Afganistan. Það voru sprengingar og mikil skothríð. Þetta var eins og stríð,“ sagði Jean. Jean segir að þrátt fyrir alvarleika atburðanna sem stóðu yfir hafi verið óvenju mikil þögn legið yfir þeim stöðum þar sem árásirnar áttu sér stað. „Þegar maður er læknir eða hjúkrunarfræðingur hugsar maður bara um eitt þegar maður kemur á staðinn, að huga að hinum særðu,“ segir Jean.Varstu hræddur?„Nei, merkilegt nokk, ég hugsaði bara um vinnuna,“ segir JeanJean er staddur hér á landi og í gær flutti hann fyrirlestur á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem hann miðlaði af reynslu sinni og ræddi meðal annars samanburð á milli aðgerða í náttúruhamförum og hryðjuverkaárásum.„Þegar um náttúruhamfarir er að ræða verður maður að takast á við náttúruna. Þegar það eru menn sem vilja drepa fólk verður maður að takast á við skyni gæddar verur. Það er öðruvísi,“ segir JeanÁ eftir, þegar allt var yfirstaðið, hvernig var að snúa aftur og hugsa um það sem gerðist?„Ég horfi ekki um öxl, ég hugsa um framtíðina. Ég held að það verði önnur árás,“ segir Jean
Tengdar fréttir Boðað til samstöðufundar vegna árásanna í París Samstöðufundurinn mun fara fram fyrir framan franska sendiráðið sem stendur við Túngötu 22 í Reykjavík 14. nóvember 2015 15:18 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Ætluðu að skella sér út að borða Svala Sigurðardóttir og Róbert Gunnarsson búa í París og ákváðu sem betur fer að vera heima í kvöld. 13. nóvember 2015 23:39 Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 „Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Ingibjörg Bergmann Bragadóttir segir ástandið í París vera súrrealískt. 13. nóvember 2015 23:37 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Barak Obama heitir Frökkum stuðningi Blóðbaðið í París sendur enn yfir. 13. nóvember 2015 23:09 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Boðað til samstöðufundar vegna árásanna í París Samstöðufundurinn mun fara fram fyrir framan franska sendiráðið sem stendur við Túngötu 22 í Reykjavík 14. nóvember 2015 15:18
Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34
Ætluðu að skella sér út að borða Svala Sigurðardóttir og Róbert Gunnarsson búa í París og ákváðu sem betur fer að vera heima í kvöld. 13. nóvember 2015 23:39
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32
„Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Ingibjörg Bergmann Bragadóttir segir ástandið í París vera súrrealískt. 13. nóvember 2015 23:37
Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði