Innlent

Jólageit Ikea brennd

Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA á Íslandi hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.