Sækja af fullum krafti að Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2016 11:45 Frá nágrenni Mosul. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58