Nýi Forrest Gump: Skoraði einelti á hólm með 401 maraþonhlaupi á jafnmörgum dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2016 22:00 Ben Smith ásamst nokkrum af fjölmörgum sem hétu á hann undanfarinn 401 dag. Hann byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum en í dag náði Ben Smith einstöku afreki. Hann lauk við maraþonhlaup númer 401 á jafnmörgum dögum. Það var 1. september í fyrra sem Ben Smith lagði upp í sitt fyrsta maraþon. Hann hefur búið í húsbíl síðan og hlaupið maraþon hvern einasta dag. Skópörin urðu 22 og hann hefur brennt um 25 milljón kaloríum. „Ég er í smá áfalli. Ég trúi varla að þetta sé búið,“ sagði Smith við BBC í dag. Hlaupin gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Smith hafði glímt við bakmeiðsli og fékk svo kviðslit í sumar sem hélt honum frá hlaupum í tíu daga. Hann sneri þó aftur og náði að vinna upp kílómetrana sem töpuðust dagana tíu svo hann næði markmiðinu. 401 maraþonhlaup á jafnmörgum dögum. #401challenge Tweets Þá náði hann sömuleiðis markmiði sínu með því að safna 250 þúsund pundum, um 36 milljónum króna, sem renna til góðgerðarmála. Smith hefur upplýst að hann var lagður í einelti árum saman í grunnskóla sökum samkynhneigðar sinnar. Blés hann því til 401 áskorunarinnar sem hefur verið á margra vörum í Bretlandi undanfarið rúmt ár. Rennur ágóðinn til tveggja góðgerðarfélaga sem taka á einelti. „Eitt af aðalmarkmiðum átaksins hefur verið að fá eins marga til liðs við það og hægt er og um leið skapa tækifæri fyrir börn, ungt fólk og fullorðna til að ræða erfið málefni á borð við einelti og kynferði.“Tom Hanks lék Forrest Gump í samnefndri mynd.Um níu þúsund manns hafa hlaupið hluta af leiðinni með Smith dagana 401 og mamma hans átti erfitt með að ræða við blaðamenn í dag enda afar stolt.„Þetta er stórkostlegt. Mér fannst hann alltaf einstakur en…“ sagði frú Smith en innslag BBC má sjá hér að neðan. Fjölmargir hafa líkt Smith við kvikmyndapersónuna Forrest Gump úr samnefndri bíómynd sem tók upp á því einn daginn að byrja að hlaupa. Áður en yfir lauk hafði hann hlaupið í á fjórða ár þangað til hann langaði það ekki lengur.Running 401 marathons in 401 days!Meet the real-life Forrest Gump. https://t.co/PLKBF2PAju— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2016 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Hann byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum en í dag náði Ben Smith einstöku afreki. Hann lauk við maraþonhlaup númer 401 á jafnmörgum dögum. Það var 1. september í fyrra sem Ben Smith lagði upp í sitt fyrsta maraþon. Hann hefur búið í húsbíl síðan og hlaupið maraþon hvern einasta dag. Skópörin urðu 22 og hann hefur brennt um 25 milljón kaloríum. „Ég er í smá áfalli. Ég trúi varla að þetta sé búið,“ sagði Smith við BBC í dag. Hlaupin gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Smith hafði glímt við bakmeiðsli og fékk svo kviðslit í sumar sem hélt honum frá hlaupum í tíu daga. Hann sneri þó aftur og náði að vinna upp kílómetrana sem töpuðust dagana tíu svo hann næði markmiðinu. 401 maraþonhlaup á jafnmörgum dögum. #401challenge Tweets Þá náði hann sömuleiðis markmiði sínu með því að safna 250 þúsund pundum, um 36 milljónum króna, sem renna til góðgerðarmála. Smith hefur upplýst að hann var lagður í einelti árum saman í grunnskóla sökum samkynhneigðar sinnar. Blés hann því til 401 áskorunarinnar sem hefur verið á margra vörum í Bretlandi undanfarið rúmt ár. Rennur ágóðinn til tveggja góðgerðarfélaga sem taka á einelti. „Eitt af aðalmarkmiðum átaksins hefur verið að fá eins marga til liðs við það og hægt er og um leið skapa tækifæri fyrir börn, ungt fólk og fullorðna til að ræða erfið málefni á borð við einelti og kynferði.“Tom Hanks lék Forrest Gump í samnefndri mynd.Um níu þúsund manns hafa hlaupið hluta af leiðinni með Smith dagana 401 og mamma hans átti erfitt með að ræða við blaðamenn í dag enda afar stolt.„Þetta er stórkostlegt. Mér fannst hann alltaf einstakur en…“ sagði frú Smith en innslag BBC má sjá hér að neðan. Fjölmargir hafa líkt Smith við kvikmyndapersónuna Forrest Gump úr samnefndri bíómynd sem tók upp á því einn daginn að byrja að hlaupa. Áður en yfir lauk hafði hann hlaupið í á fjórða ár þangað til hann langaði það ekki lengur.Running 401 marathons in 401 days!Meet the real-life Forrest Gump. https://t.co/PLKBF2PAju— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2016
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira