Nýi Forrest Gump: Skoraði einelti á hólm með 401 maraþonhlaupi á jafnmörgum dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2016 22:00 Ben Smith ásamst nokkrum af fjölmörgum sem hétu á hann undanfarinn 401 dag. Hann byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum en í dag náði Ben Smith einstöku afreki. Hann lauk við maraþonhlaup númer 401 á jafnmörgum dögum. Það var 1. september í fyrra sem Ben Smith lagði upp í sitt fyrsta maraþon. Hann hefur búið í húsbíl síðan og hlaupið maraþon hvern einasta dag. Skópörin urðu 22 og hann hefur brennt um 25 milljón kaloríum. „Ég er í smá áfalli. Ég trúi varla að þetta sé búið,“ sagði Smith við BBC í dag. Hlaupin gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Smith hafði glímt við bakmeiðsli og fékk svo kviðslit í sumar sem hélt honum frá hlaupum í tíu daga. Hann sneri þó aftur og náði að vinna upp kílómetrana sem töpuðust dagana tíu svo hann næði markmiðinu. 401 maraþonhlaup á jafnmörgum dögum. #401challenge Tweets Þá náði hann sömuleiðis markmiði sínu með því að safna 250 þúsund pundum, um 36 milljónum króna, sem renna til góðgerðarmála. Smith hefur upplýst að hann var lagður í einelti árum saman í grunnskóla sökum samkynhneigðar sinnar. Blés hann því til 401 áskorunarinnar sem hefur verið á margra vörum í Bretlandi undanfarið rúmt ár. Rennur ágóðinn til tveggja góðgerðarfélaga sem taka á einelti. „Eitt af aðalmarkmiðum átaksins hefur verið að fá eins marga til liðs við það og hægt er og um leið skapa tækifæri fyrir börn, ungt fólk og fullorðna til að ræða erfið málefni á borð við einelti og kynferði.“Tom Hanks lék Forrest Gump í samnefndri mynd.Um níu þúsund manns hafa hlaupið hluta af leiðinni með Smith dagana 401 og mamma hans átti erfitt með að ræða við blaðamenn í dag enda afar stolt.„Þetta er stórkostlegt. Mér fannst hann alltaf einstakur en…“ sagði frú Smith en innslag BBC má sjá hér að neðan. Fjölmargir hafa líkt Smith við kvikmyndapersónuna Forrest Gump úr samnefndri bíómynd sem tók upp á því einn daginn að byrja að hlaupa. Áður en yfir lauk hafði hann hlaupið í á fjórða ár þangað til hann langaði það ekki lengur.Running 401 marathons in 401 days!Meet the real-life Forrest Gump. https://t.co/PLKBF2PAju— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hann byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum en í dag náði Ben Smith einstöku afreki. Hann lauk við maraþonhlaup númer 401 á jafnmörgum dögum. Það var 1. september í fyrra sem Ben Smith lagði upp í sitt fyrsta maraþon. Hann hefur búið í húsbíl síðan og hlaupið maraþon hvern einasta dag. Skópörin urðu 22 og hann hefur brennt um 25 milljón kaloríum. „Ég er í smá áfalli. Ég trúi varla að þetta sé búið,“ sagði Smith við BBC í dag. Hlaupin gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Smith hafði glímt við bakmeiðsli og fékk svo kviðslit í sumar sem hélt honum frá hlaupum í tíu daga. Hann sneri þó aftur og náði að vinna upp kílómetrana sem töpuðust dagana tíu svo hann næði markmiðinu. 401 maraþonhlaup á jafnmörgum dögum. #401challenge Tweets Þá náði hann sömuleiðis markmiði sínu með því að safna 250 þúsund pundum, um 36 milljónum króna, sem renna til góðgerðarmála. Smith hefur upplýst að hann var lagður í einelti árum saman í grunnskóla sökum samkynhneigðar sinnar. Blés hann því til 401 áskorunarinnar sem hefur verið á margra vörum í Bretlandi undanfarið rúmt ár. Rennur ágóðinn til tveggja góðgerðarfélaga sem taka á einelti. „Eitt af aðalmarkmiðum átaksins hefur verið að fá eins marga til liðs við það og hægt er og um leið skapa tækifæri fyrir börn, ungt fólk og fullorðna til að ræða erfið málefni á borð við einelti og kynferði.“Tom Hanks lék Forrest Gump í samnefndri mynd.Um níu þúsund manns hafa hlaupið hluta af leiðinni með Smith dagana 401 og mamma hans átti erfitt með að ræða við blaðamenn í dag enda afar stolt.„Þetta er stórkostlegt. Mér fannst hann alltaf einstakur en…“ sagði frú Smith en innslag BBC má sjá hér að neðan. Fjölmargir hafa líkt Smith við kvikmyndapersónuna Forrest Gump úr samnefndri bíómynd sem tók upp á því einn daginn að byrja að hlaupa. Áður en yfir lauk hafði hann hlaupið í á fjórða ár þangað til hann langaði það ekki lengur.Running 401 marathons in 401 days!Meet the real-life Forrest Gump. https://t.co/PLKBF2PAju— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2016
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira