Ungmenni funduðu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 13:15 Þrjátíu sjálfboðaliðar frá þremur löndum komu til landsins til að taka þátt. Mynd/AFS Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna. Flóttamenn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna.
Flóttamenn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira