Margrét Lára: Verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:26 Margrét Lára lendir í tæklingu. vísir/ernir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi, 1-2, í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. „Við náðum okkar markmiðum; bæði að vinna riðilinn og komast á EM. Ef að við hefðum tapað fyrri leiknum úti og unnið hérna heima þá værum við í skýjunum, þannig við verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar með þetta,” sagði Margrét. „Hann var svo kaflaskiptur þessi leikur. Mér fannst við vera góða hluti, en duttum niður á köflum. Við byrjuðum leikinn illa og unnum okkurr svo inn í hann og mér fannst þetta vera 50-50 leikur í síðari hálfleik.” „Mér fannst ekkert sanngjarnt að þær hefðu stolið þessu frekar en við þannig að jafntefli hefðu eflaust verið sanngjörn úrslit.” Íslenska landsliðið má, þrátt fyrir tapið í kvöld, vel við una því liðið hefur tryggt sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. „Ég hef verið í riðlakeppni í undankeppni EM og ekki komist á EM. Við megum ekki gleyma því að þetta er stórkostlegur árangur og við töpuðum einum leik í þessum riðli gegn frábæru liði Skota. Við getum verið stolt og ánægð þetta." Rúmlega sex þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í kvöld, annan leikinn í röð, og var stemningin góð á pöllunum. „Það er bara klikkað að líta upp í stúku og ég treysti því að allt þetta fólk komi með okkur til Hollands því við þurfum á stuðningi að halda. Við ætlum að nota veturinn vel og bæta okkur allar svo við verðum tilbúnar í baráttuna á næsta ári,” en hvernig verður fagnað í kvöld? „Ég ætla ekki að segja þér það. Nei, við ætlum bara að hafa gaman og njóta stundarinnar. Vera hópurinn saman og fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt, bara aðeins að leyfa okkur að njóta,” sagði fyrirliðinn. Fótbolti Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Mbappé mættur aftur mun léttari eftir magakveisuna Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi, 1-2, í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. „Við náðum okkar markmiðum; bæði að vinna riðilinn og komast á EM. Ef að við hefðum tapað fyrri leiknum úti og unnið hérna heima þá værum við í skýjunum, þannig við verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar með þetta,” sagði Margrét. „Hann var svo kaflaskiptur þessi leikur. Mér fannst við vera góða hluti, en duttum niður á köflum. Við byrjuðum leikinn illa og unnum okkurr svo inn í hann og mér fannst þetta vera 50-50 leikur í síðari hálfleik.” „Mér fannst ekkert sanngjarnt að þær hefðu stolið þessu frekar en við þannig að jafntefli hefðu eflaust verið sanngjörn úrslit.” Íslenska landsliðið má, þrátt fyrir tapið í kvöld, vel við una því liðið hefur tryggt sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. „Ég hef verið í riðlakeppni í undankeppni EM og ekki komist á EM. Við megum ekki gleyma því að þetta er stórkostlegur árangur og við töpuðum einum leik í þessum riðli gegn frábæru liði Skota. Við getum verið stolt og ánægð þetta." Rúmlega sex þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í kvöld, annan leikinn í röð, og var stemningin góð á pöllunum. „Það er bara klikkað að líta upp í stúku og ég treysti því að allt þetta fólk komi með okkur til Hollands því við þurfum á stuðningi að halda. Við ætlum að nota veturinn vel og bæta okkur allar svo við verðum tilbúnar í baráttuna á næsta ári,” en hvernig verður fagnað í kvöld? „Ég ætla ekki að segja þér það. Nei, við ætlum bara að hafa gaman og njóta stundarinnar. Vera hópurinn saman og fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt, bara aðeins að leyfa okkur að njóta,” sagði fyrirliðinn.
Fótbolti Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Mbappé mættur aftur mun léttari eftir magakveisuna Sjá meira