Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt.

Árbæingar þurftu á sigrinum að halda til að saxa á bæði ÍBV og Víking Ólafsvík þegar lítið var eftir af mótinu en með sigri í dag gátu Ólafsvíkingar svo gott sem kvatt fallbaráttuna.

Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt

Spænski framherjinn Jose Sito kom Árbæingum yfir snemma leiks eftir skyndisókn þar sem varnarlína Ólafsvíkinga var hvergi sjáanleg og leiddu Árbæingar í hálfleik 1-0.

Arnar Bragi Bergsson virtist hafa tryggt Árbæingum sigurinn með öðru marki Fylkis á 64. mínútu en uppaldi Árbæingurinn Pape Mamadou Faye hleypti lífi í leikinn á ný með marki á 84. mínútu.

Ólafsvíkingar sóttu stíft á lokamínútunum og vildu fá nokkrar vítaspyrnur en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Lauk leiknum með 2-1 sigri Árbæinga sem eru áfram í 11. sæti en eru skyndilega búnir að vinna upp forskot Eyjamanna og Ólafsvíkinga.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Hermann: Mér er drullusama

"Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×