Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 23:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir stelpurnar okkar klárar í slaginn gegn Slóveníu á föstudaginn en stig þar tryggir Íslandi sæti á EM í Hollandi á næsta ári. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 18 stig, níu stigum meira en Slóvenar. Þegar liðin mættust ytra í fyrri leiknum vann Ísland, 6-0. „Við erum alltaf klárar í alla leiki og stefnum alltaf á sigur. Það er langt síðan það hefur verið svona góð stemning í hópnum þannig það er bara gaman að við séum komnar saman aftur,“ segir Gunnhildur Yrsa í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar sjálfstraustinu. Ég tel liðið vera fullt af sjálfstrausti. Við mætum í alla leiki og ætlum að vinna. Þetta er gott fyrir okkur og frábært fyrir Ísland líka.“ Gunhildur hefur tekið þátt í öllum sex leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Hún er fyrsti varamaður inn á miðjuna og kom inn á í fyrstu fimm leikjunum áður en hún byrjaði svo á móti Makedóníu í sumar. „Ég tek bara hvaða hlutverki sem ég fæ hverju sinni. Mér finnst mjög gott bæði að koma inn á og líka að byrja leiki. Ég mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni hvort sem það er inn á vellinum eða á bekknum,“ segir hún. „Það er gaman að vita að allir leikmenn taka þátt og hafa sitt hlutverk í liðinu hvort sem það er inn á eða ekki. Freyr er mjög skýr með þetta sem mér finnst frábært,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir stelpurnar okkar klárar í slaginn gegn Slóveníu á föstudaginn en stig þar tryggir Íslandi sæti á EM í Hollandi á næsta ári. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 18 stig, níu stigum meira en Slóvenar. Þegar liðin mættust ytra í fyrri leiknum vann Ísland, 6-0. „Við erum alltaf klárar í alla leiki og stefnum alltaf á sigur. Það er langt síðan það hefur verið svona góð stemning í hópnum þannig það er bara gaman að við séum komnar saman aftur,“ segir Gunnhildur Yrsa í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar sjálfstraustinu. Ég tel liðið vera fullt af sjálfstrausti. Við mætum í alla leiki og ætlum að vinna. Þetta er gott fyrir okkur og frábært fyrir Ísland líka.“ Gunhildur hefur tekið þátt í öllum sex leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Hún er fyrsti varamaður inn á miðjuna og kom inn á í fyrstu fimm leikjunum áður en hún byrjaði svo á móti Makedóníu í sumar. „Ég tek bara hvaða hlutverki sem ég fæ hverju sinni. Mér finnst mjög gott bæði að koma inn á og líka að byrja leiki. Ég mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni hvort sem það er inn á vellinum eða á bekknum,“ segir hún. „Það er gaman að vita að allir leikmenn taka þátt og hafa sitt hlutverk í liðinu hvort sem það er inn á eða ekki. Freyr er mjög skýr með þetta sem mér finnst frábært,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45