Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 17:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45