Juncker kynnir loforðalistann sinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. september 2016 07:00 Jean-Claude Juncker flutti árlega stefnuræðu sína á þingi Evrópusambandsins í gær. Á morgun hittir hann leiðtoga aðildarríkjanna á fundi í Bratislava. vísir/epa Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flutti hina árlegu stefnuræðu sína í þingsal Evrópusambandsins í Strassborg í gær. Þar fór hann yfir þær breytingar, sem hann telur helst þurfa að gera á starfsemi Evrópusambandsins á næstunni. Ræðan var að meginuppistöðu langur listi yfir loforð og hugmyndir um breytingar sem gera þurfi í ljósi þeirra erfiðleika sem sambandið stendur nú frammi fyrir. Hann hóf mál sitt með því að segja að ástandið væri langt frá því gott. Satt að segja myndi hann ekki eftir því að aðildarríkin hafi áður átt jafn erfitt með að starfa saman. „Aldrei áður hef ég heyrt svo marga leiðtoga tala aðeins um innanríkisvandamál sín, en minnast aðeins á Evrópusambandið í framhjáhlaupi, eða jafnvel alls ekki,“ sagði hann. „Aldrei hef ég séð stjórnir aðildarríkjanna jafn veiklaðar af völdum lýðskrumsafla og lamaðar vegna hættunnar á ósigri í næstu kosningum.“ Hann sagði Evrópusambandið standa frammi fyrir mörgum erfiðum verkefnum, og nefndi þar mikið atvinnuleysi, félagslegt ójafnræði, og gífurlega skuldabyrði. Einnig verði hægara sagt en gert að aðlaga flóttafólk samfélaginu, auk þess sem ýmsar hættur steðji að bæði heima fyrir og utan Evrópu. Nú þurfi Evrópusambandið að taka sig saman í andlitinu, og þá með því að að leiðtogar þess taki til hendinni: „Er þetta ekki rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og tvöfalda eða þrefalda viðleitni okkar til verka?“ Meðal annars segir Juncker mikilvægt að hrinda sem fyrst í framkvæmd hugmyndum um sameiginlegan herafla Evrópusambandsins. Byrjað verði á að koma upp sameiginlegum höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaraðgerðir aðildarríkjanna. Hann tók þó fram að Evrópusambandið væri ekki sambandsríki Evrópu: „Evrópusambandið okkar er miklu flóknara en svo. Það væru mistök að líta fram hjá þessum flókna veruleika þannig að við fyndum ekki réttu lausnirnar.“ Evrópusambandið sé einungis starfhæft ef allar stofnanir þess og aðildarríkin stefni í sömu átt. „Evrópubúar vilja áþreifanlegar lausnir á þeim vandamálum sem við er að etja,“ sagði hann. „Þeir vilja meira en loforð, ályktanir og niðurstöður leiðtogafunda. Þeir hafa heyrt þær og séð of oft.“ Juncker varaði fólk þó við því að búast við of miklu af forystu Evrópusambandsins: „Við eigum að átta okkur á því að við getum ekki leyst öll okkar vandamál með einni ræðunni enn. Eða með einum leiðtogafundi til viðbótar.“ Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, var í salnum og hristi bara hausinn: „Þið hafið ekkert lært af úrsögn Bretlands.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Juncker vill sameiginlegan her og ókeypis þráðlaust net fyrir alla Jean-Claude Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni í Evrópuþinginu í morgun þar sem hann fór yfir stöðu sambandsins. 14. september 2016 10:10 Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flutti hina árlegu stefnuræðu sína í þingsal Evrópusambandsins í Strassborg í gær. Þar fór hann yfir þær breytingar, sem hann telur helst þurfa að gera á starfsemi Evrópusambandsins á næstunni. Ræðan var að meginuppistöðu langur listi yfir loforð og hugmyndir um breytingar sem gera þurfi í ljósi þeirra erfiðleika sem sambandið stendur nú frammi fyrir. Hann hóf mál sitt með því að segja að ástandið væri langt frá því gott. Satt að segja myndi hann ekki eftir því að aðildarríkin hafi áður átt jafn erfitt með að starfa saman. „Aldrei áður hef ég heyrt svo marga leiðtoga tala aðeins um innanríkisvandamál sín, en minnast aðeins á Evrópusambandið í framhjáhlaupi, eða jafnvel alls ekki,“ sagði hann. „Aldrei hef ég séð stjórnir aðildarríkjanna jafn veiklaðar af völdum lýðskrumsafla og lamaðar vegna hættunnar á ósigri í næstu kosningum.“ Hann sagði Evrópusambandið standa frammi fyrir mörgum erfiðum verkefnum, og nefndi þar mikið atvinnuleysi, félagslegt ójafnræði, og gífurlega skuldabyrði. Einnig verði hægara sagt en gert að aðlaga flóttafólk samfélaginu, auk þess sem ýmsar hættur steðji að bæði heima fyrir og utan Evrópu. Nú þurfi Evrópusambandið að taka sig saman í andlitinu, og þá með því að að leiðtogar þess taki til hendinni: „Er þetta ekki rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og tvöfalda eða þrefalda viðleitni okkar til verka?“ Meðal annars segir Juncker mikilvægt að hrinda sem fyrst í framkvæmd hugmyndum um sameiginlegan herafla Evrópusambandsins. Byrjað verði á að koma upp sameiginlegum höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaraðgerðir aðildarríkjanna. Hann tók þó fram að Evrópusambandið væri ekki sambandsríki Evrópu: „Evrópusambandið okkar er miklu flóknara en svo. Það væru mistök að líta fram hjá þessum flókna veruleika þannig að við fyndum ekki réttu lausnirnar.“ Evrópusambandið sé einungis starfhæft ef allar stofnanir þess og aðildarríkin stefni í sömu átt. „Evrópubúar vilja áþreifanlegar lausnir á þeim vandamálum sem við er að etja,“ sagði hann. „Þeir vilja meira en loforð, ályktanir og niðurstöður leiðtogafunda. Þeir hafa heyrt þær og séð of oft.“ Juncker varaði fólk þó við því að búast við of miklu af forystu Evrópusambandsins: „Við eigum að átta okkur á því að við getum ekki leyst öll okkar vandamál með einni ræðunni enn. Eða með einum leiðtogafundi til viðbótar.“ Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, var í salnum og hristi bara hausinn: „Þið hafið ekkert lært af úrsögn Bretlands.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Juncker vill sameiginlegan her og ókeypis þráðlaust net fyrir alla Jean-Claude Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni í Evrópuþinginu í morgun þar sem hann fór yfir stöðu sambandsins. 14. september 2016 10:10 Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Juncker vill sameiginlegan her og ókeypis þráðlaust net fyrir alla Jean-Claude Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni í Evrópuþinginu í morgun þar sem hann fór yfir stöðu sambandsins. 14. september 2016 10:10
Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila