Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2016 10:15 Edgar Matobato þar sem hann bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar stríð Duterte gegn fíkniefnu. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er sagður hafa skipað vopnuðum hópum manna að myrða glæpamenn og andstæðinga sína. Þetta á hann að hafa gert þegar hann var borgarstjóri Davao í suðurhluta Filippseyja. Um þúsund manns voru myrtir á um 25 árum. Þetta segir fyrrverandi meðlimur einnar af dauðasveitum Duterte í borginni. „Starf okkar var að drepa glæpamenn eins og fíkniefnasala, nauðgara og mannræningja,“ sagði Edgar Matobato við meðlimi þingnefndar þar í landi. Þingnefndin er leidd af Leila de Lima, sem hefur gagnrýnt svokallað stríð Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Minnst 3.000 meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrt frá því að Duterte tók við völdum í júní. Forsetinn hefur sakað de Lima um að tengjast fíkniefnasölu og að bílstjóri hennar hafi verið á launaskrá glæpagengja.Gerðu árásir á moskurMatobato segir einnig að Duterte hafi skipað hinni alræmdu Davao dauðasveit að myrða andstæðinga sína og þar á meðal voru fjórir lífverðir Prospero Nograles sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra gegn Duterte. Auk þess hafi forsetinn skipað dauðasveitinni að gera árásir á moskur eftir árás á kirkju í borginni árið 1993. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir þessar ásakanir. Hann segir að yfirvöldum Filippseyja hafi ekki einu sinni tekist að sanna að Davao dauðasveitin hefði verið raunveruleg. Meðal fórnarlamba sem Matobato nefndi við þingnefndina var útvarpsmaður sem hafði gagnrýnt Duterte. Hann var skotinn til bana á götum Davao borgar á leið heim úr vinnu. Þá segir hann að dauðasveitin hafi myrt viðskiptamann sem hafði deilt við son Duterte um konu. Matobato segist hafa verið í vitnavernd undanfarin ár, þar sem meðlimir dauðasveitarinnar hafi reynt að drepa hann fyrir að vilja yfirgefa sveitina. Hann segist hafa farið í felur eftir að Duterte tók við embætti. Hann hafi nú stigið fram tli þess að reyna að binda enda á drápin í landinu. Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er sagður hafa skipað vopnuðum hópum manna að myrða glæpamenn og andstæðinga sína. Þetta á hann að hafa gert þegar hann var borgarstjóri Davao í suðurhluta Filippseyja. Um þúsund manns voru myrtir á um 25 árum. Þetta segir fyrrverandi meðlimur einnar af dauðasveitum Duterte í borginni. „Starf okkar var að drepa glæpamenn eins og fíkniefnasala, nauðgara og mannræningja,“ sagði Edgar Matobato við meðlimi þingnefndar þar í landi. Þingnefndin er leidd af Leila de Lima, sem hefur gagnrýnt svokallað stríð Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Minnst 3.000 meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrt frá því að Duterte tók við völdum í júní. Forsetinn hefur sakað de Lima um að tengjast fíkniefnasölu og að bílstjóri hennar hafi verið á launaskrá glæpagengja.Gerðu árásir á moskurMatobato segir einnig að Duterte hafi skipað hinni alræmdu Davao dauðasveit að myrða andstæðinga sína og þar á meðal voru fjórir lífverðir Prospero Nograles sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra gegn Duterte. Auk þess hafi forsetinn skipað dauðasveitinni að gera árásir á moskur eftir árás á kirkju í borginni árið 1993. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir þessar ásakanir. Hann segir að yfirvöldum Filippseyja hafi ekki einu sinni tekist að sanna að Davao dauðasveitin hefði verið raunveruleg. Meðal fórnarlamba sem Matobato nefndi við þingnefndina var útvarpsmaður sem hafði gagnrýnt Duterte. Hann var skotinn til bana á götum Davao borgar á leið heim úr vinnu. Þá segir hann að dauðasveitin hafi myrt viðskiptamann sem hafði deilt við son Duterte um konu. Matobato segist hafa verið í vitnavernd undanfarin ár, þar sem meðlimir dauðasveitarinnar hafi reynt að drepa hann fyrir að vilja yfirgefa sveitina. Hann segist hafa farið í felur eftir að Duterte tók við embætti. Hann hafi nú stigið fram tli þess að reyna að binda enda á drápin í landinu.
Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01
Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47