Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2016 10:15 Edgar Matobato þar sem hann bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar stríð Duterte gegn fíkniefnu. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er sagður hafa skipað vopnuðum hópum manna að myrða glæpamenn og andstæðinga sína. Þetta á hann að hafa gert þegar hann var borgarstjóri Davao í suðurhluta Filippseyja. Um þúsund manns voru myrtir á um 25 árum. Þetta segir fyrrverandi meðlimur einnar af dauðasveitum Duterte í borginni. „Starf okkar var að drepa glæpamenn eins og fíkniefnasala, nauðgara og mannræningja,“ sagði Edgar Matobato við meðlimi þingnefndar þar í landi. Þingnefndin er leidd af Leila de Lima, sem hefur gagnrýnt svokallað stríð Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Minnst 3.000 meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrt frá því að Duterte tók við völdum í júní. Forsetinn hefur sakað de Lima um að tengjast fíkniefnasölu og að bílstjóri hennar hafi verið á launaskrá glæpagengja.Gerðu árásir á moskurMatobato segir einnig að Duterte hafi skipað hinni alræmdu Davao dauðasveit að myrða andstæðinga sína og þar á meðal voru fjórir lífverðir Prospero Nograles sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra gegn Duterte. Auk þess hafi forsetinn skipað dauðasveitinni að gera árásir á moskur eftir árás á kirkju í borginni árið 1993. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir þessar ásakanir. Hann segir að yfirvöldum Filippseyja hafi ekki einu sinni tekist að sanna að Davao dauðasveitin hefði verið raunveruleg. Meðal fórnarlamba sem Matobato nefndi við þingnefndina var útvarpsmaður sem hafði gagnrýnt Duterte. Hann var skotinn til bana á götum Davao borgar á leið heim úr vinnu. Þá segir hann að dauðasveitin hafi myrt viðskiptamann sem hafði deilt við son Duterte um konu. Matobato segist hafa verið í vitnavernd undanfarin ár, þar sem meðlimir dauðasveitarinnar hafi reynt að drepa hann fyrir að vilja yfirgefa sveitina. Hann segist hafa farið í felur eftir að Duterte tók við embætti. Hann hafi nú stigið fram tli þess að reyna að binda enda á drápin í landinu. Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er sagður hafa skipað vopnuðum hópum manna að myrða glæpamenn og andstæðinga sína. Þetta á hann að hafa gert þegar hann var borgarstjóri Davao í suðurhluta Filippseyja. Um þúsund manns voru myrtir á um 25 árum. Þetta segir fyrrverandi meðlimur einnar af dauðasveitum Duterte í borginni. „Starf okkar var að drepa glæpamenn eins og fíkniefnasala, nauðgara og mannræningja,“ sagði Edgar Matobato við meðlimi þingnefndar þar í landi. Þingnefndin er leidd af Leila de Lima, sem hefur gagnrýnt svokallað stríð Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Minnst 3.000 meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrt frá því að Duterte tók við völdum í júní. Forsetinn hefur sakað de Lima um að tengjast fíkniefnasölu og að bílstjóri hennar hafi verið á launaskrá glæpagengja.Gerðu árásir á moskurMatobato segir einnig að Duterte hafi skipað hinni alræmdu Davao dauðasveit að myrða andstæðinga sína og þar á meðal voru fjórir lífverðir Prospero Nograles sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra gegn Duterte. Auk þess hafi forsetinn skipað dauðasveitinni að gera árásir á moskur eftir árás á kirkju í borginni árið 1993. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir þessar ásakanir. Hann segir að yfirvöldum Filippseyja hafi ekki einu sinni tekist að sanna að Davao dauðasveitin hefði verið raunveruleg. Meðal fórnarlamba sem Matobato nefndi við þingnefndina var útvarpsmaður sem hafði gagnrýnt Duterte. Hann var skotinn til bana á götum Davao borgar á leið heim úr vinnu. Þá segir hann að dauðasveitin hafi myrt viðskiptamann sem hafði deilt við son Duterte um konu. Matobato segist hafa verið í vitnavernd undanfarin ár, þar sem meðlimir dauðasveitarinnar hafi reynt að drepa hann fyrir að vilja yfirgefa sveitina. Hann segist hafa farið í felur eftir að Duterte tók við embætti. Hann hafi nú stigið fram tli þess að reyna að binda enda á drápin í landinu.
Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01
Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47