Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2016 10:15 Edgar Matobato þar sem hann bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar stríð Duterte gegn fíkniefnu. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er sagður hafa skipað vopnuðum hópum manna að myrða glæpamenn og andstæðinga sína. Þetta á hann að hafa gert þegar hann var borgarstjóri Davao í suðurhluta Filippseyja. Um þúsund manns voru myrtir á um 25 árum. Þetta segir fyrrverandi meðlimur einnar af dauðasveitum Duterte í borginni. „Starf okkar var að drepa glæpamenn eins og fíkniefnasala, nauðgara og mannræningja,“ sagði Edgar Matobato við meðlimi þingnefndar þar í landi. Þingnefndin er leidd af Leila de Lima, sem hefur gagnrýnt svokallað stríð Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Minnst 3.000 meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrt frá því að Duterte tók við völdum í júní. Forsetinn hefur sakað de Lima um að tengjast fíkniefnasölu og að bílstjóri hennar hafi verið á launaskrá glæpagengja.Gerðu árásir á moskurMatobato segir einnig að Duterte hafi skipað hinni alræmdu Davao dauðasveit að myrða andstæðinga sína og þar á meðal voru fjórir lífverðir Prospero Nograles sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra gegn Duterte. Auk þess hafi forsetinn skipað dauðasveitinni að gera árásir á moskur eftir árás á kirkju í borginni árið 1993. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir þessar ásakanir. Hann segir að yfirvöldum Filippseyja hafi ekki einu sinni tekist að sanna að Davao dauðasveitin hefði verið raunveruleg. Meðal fórnarlamba sem Matobato nefndi við þingnefndina var útvarpsmaður sem hafði gagnrýnt Duterte. Hann var skotinn til bana á götum Davao borgar á leið heim úr vinnu. Þá segir hann að dauðasveitin hafi myrt viðskiptamann sem hafði deilt við son Duterte um konu. Matobato segist hafa verið í vitnavernd undanfarin ár, þar sem meðlimir dauðasveitarinnar hafi reynt að drepa hann fyrir að vilja yfirgefa sveitina. Hann segist hafa farið í felur eftir að Duterte tók við embætti. Hann hafi nú stigið fram tli þess að reyna að binda enda á drápin í landinu. Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er sagður hafa skipað vopnuðum hópum manna að myrða glæpamenn og andstæðinga sína. Þetta á hann að hafa gert þegar hann var borgarstjóri Davao í suðurhluta Filippseyja. Um þúsund manns voru myrtir á um 25 árum. Þetta segir fyrrverandi meðlimur einnar af dauðasveitum Duterte í borginni. „Starf okkar var að drepa glæpamenn eins og fíkniefnasala, nauðgara og mannræningja,“ sagði Edgar Matobato við meðlimi þingnefndar þar í landi. Þingnefndin er leidd af Leila de Lima, sem hefur gagnrýnt svokallað stríð Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Minnst 3.000 meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrt frá því að Duterte tók við völdum í júní. Forsetinn hefur sakað de Lima um að tengjast fíkniefnasölu og að bílstjóri hennar hafi verið á launaskrá glæpagengja.Gerðu árásir á moskurMatobato segir einnig að Duterte hafi skipað hinni alræmdu Davao dauðasveit að myrða andstæðinga sína og þar á meðal voru fjórir lífverðir Prospero Nograles sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra gegn Duterte. Auk þess hafi forsetinn skipað dauðasveitinni að gera árásir á moskur eftir árás á kirkju í borginni árið 1993. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir þessar ásakanir. Hann segir að yfirvöldum Filippseyja hafi ekki einu sinni tekist að sanna að Davao dauðasveitin hefði verið raunveruleg. Meðal fórnarlamba sem Matobato nefndi við þingnefndina var útvarpsmaður sem hafði gagnrýnt Duterte. Hann var skotinn til bana á götum Davao borgar á leið heim úr vinnu. Þá segir hann að dauðasveitin hafi myrt viðskiptamann sem hafði deilt við son Duterte um konu. Matobato segist hafa verið í vitnavernd undanfarin ár, þar sem meðlimir dauðasveitarinnar hafi reynt að drepa hann fyrir að vilja yfirgefa sveitina. Hann segist hafa farið í felur eftir að Duterte tók við embætti. Hann hafi nú stigið fram tli þess að reyna að binda enda á drápin í landinu.
Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum. 19. ágúst 2016 19:01
Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47