Staða Sigmundar sterk fyrir kjördæmisþing Sveinn Arnarsson skrifar 16. september 2016 07:00 Staða Sigmundar Davíðs er talin sterk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins virðist standa vel að vígi fyrir tvöfalt kjördæmisþing flokksins sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun. Í samtölum við formann félaganna vítt og breitt um kjördæmið kemur fram mikill stuðningur við formanninn. Framsóknarmenn munu velja framboðslista sinn í kjördæminu á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi en tvöfalt fleiri fulltrúar eiga seturétt á þinginu en venjulega. Um 370 flokksmenn, frá Fjallabyggð í vestri til Djúpavogs í austri, eiga seturétt á þinginu er líklegt er að á þriðja hundrað manns taki þátt. Sigmundur er bjartsýnn á að ná að landa sigri á kjördæmisþinginu. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þinginu þó ég taki engu sem gefnu. Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur sem hefur ekki ákveðið hvað hann geri nái hann ekki oddvitasætinu. „Í ljósi bjartsýni á útkomuna hef ég ekki hugleitt hvað ég muni gera í þeirri stöðu.“ Svo virðist sem stuðningur við Sigmund Davíð sé mikill í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður félagsins á Húsavík, segir miklu máli skipta að Sigmundur sigri og haldi áfram formennsku í flokknum. „Ég vonast eftir því að hann fái gott umboð sem veganesti inn á flokksþingið. Maður sem hefur skilað svo gríðarlegum verkefnum í hús sem flestir töldu ómögulegt á skilið að halda áfram þessum góðu verkum,“ sagði Þorgrímur. Um 110 flokksmenn úr Framsóknarfélaginu á Akureyri eiga seturétt á þinginu og vonast Óskar Ingi Sigurðsson, formaður félagsins, til að sem flestir mæti á flokksþingið. Félagið á Akureyri hefur verið höfuðvígi Höskuldar Þórhallssonar og skiptir miklu máli fyrir árangur hans að sem flestir úr Akureyrarfélaginu mæti til þings. Einnig sækjast Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, eftir því að fella formanninn úr stóli oddvita. Sigmundur Davíð segir það ekki vera merki um að þær vilji hann burt. „Það er oft þannig að þegar einstaklingar sækjast eftir sætum númer tvö og þrjú, þá vilja þeir sýna styrk og bjóða sig einnig fram í forystu,“ segir Sigmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins virðist standa vel að vígi fyrir tvöfalt kjördæmisþing flokksins sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun. Í samtölum við formann félaganna vítt og breitt um kjördæmið kemur fram mikill stuðningur við formanninn. Framsóknarmenn munu velja framboðslista sinn í kjördæminu á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi en tvöfalt fleiri fulltrúar eiga seturétt á þinginu en venjulega. Um 370 flokksmenn, frá Fjallabyggð í vestri til Djúpavogs í austri, eiga seturétt á þinginu er líklegt er að á þriðja hundrað manns taki þátt. Sigmundur er bjartsýnn á að ná að landa sigri á kjördæmisþinginu. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þinginu þó ég taki engu sem gefnu. Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur sem hefur ekki ákveðið hvað hann geri nái hann ekki oddvitasætinu. „Í ljósi bjartsýni á útkomuna hef ég ekki hugleitt hvað ég muni gera í þeirri stöðu.“ Svo virðist sem stuðningur við Sigmund Davíð sé mikill í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður félagsins á Húsavík, segir miklu máli skipta að Sigmundur sigri og haldi áfram formennsku í flokknum. „Ég vonast eftir því að hann fái gott umboð sem veganesti inn á flokksþingið. Maður sem hefur skilað svo gríðarlegum verkefnum í hús sem flestir töldu ómögulegt á skilið að halda áfram þessum góðu verkum,“ sagði Þorgrímur. Um 110 flokksmenn úr Framsóknarfélaginu á Akureyri eiga seturétt á þinginu og vonast Óskar Ingi Sigurðsson, formaður félagsins, til að sem flestir mæti á flokksþingið. Félagið á Akureyri hefur verið höfuðvígi Höskuldar Þórhallssonar og skiptir miklu máli fyrir árangur hans að sem flestir úr Akureyrarfélaginu mæti til þings. Einnig sækjast Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, eftir því að fella formanninn úr stóli oddvita. Sigmundur Davíð segir það ekki vera merki um að þær vilji hann burt. „Það er oft þannig að þegar einstaklingar sækjast eftir sætum númer tvö og þrjú, þá vilja þeir sýna styrk og bjóða sig einnig fram í forystu,“ segir Sigmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira