Íslenski boltinn

Sjáðu mörk kvöldsins í Pepsi-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í dag en annasömum degi lauk með öruggum 3-0 sigri Breiðabliks á Val.

Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, fór á kostum í leiknum en hann skoraði tvö marka Blika og lagði upp eitt til viðbótar.

Þá fékk Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals, að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að brjóta á Árna sem var þá að sleppa í gegn.

Fjölnir og Breiðablik eru jöfn að stigum í öðru sæti deildarinnar en Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan 2-0 sigur á Þrótti.

Þá tók FH stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með því að vinna 3-2 sigur á Fylki. Fylkismenn eru því enn í harðri fallbaráttu og misstu Víking Ólafsvík lengra frá sér eftir að Ólafsvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við nafna sína úr Reykjavík.

ÍA og KR mættust á Skipaskaga þar sem gestirnir úr höfuðborginni unnu 1-0 sigur með marki Morten Beck Andersen.

Umferðinni lýkur með frestaðri viðureign ÍBV og Stjörnunnar klukkan 16.45 á morgun en leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports.

Leikirnir fimm í dag voru gerðir upp í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld en myndbandsbrot úr þættinum verða birt á Vísi á morgun.

Mörkin úr leik Breiðabliks og Vals má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en úr hinum leikjum kvöldsins í fréttunum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.