Fótbolti

Rapinoe skömmuð af bandaríska knattspyrnusambandinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rapinoe er hér komin niður á hné er þjóðsöngurinn var leikinn í nótt.
Rapinoe er hér komin niður á hné er þjóðsöngurinn var leikinn í nótt. vísir/getty
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe hélt áfram mótmælum sínum er bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir landsleik Bandaríkjanna og Tælands í nótt.

Rapinoe gekk á dögunum í lið með NFL-leikstjórnandanum Colin Kaepernick með því að mótmæla meðan þjóðsöngurinn er leikinn. Með þessum gjörningi er verið að mótmæla kúgun á svörtum sem og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.

Það hefur ekki gengið áfallalaust fyrir Rapinoe að mótmæla því í eitt sinn var þjóðsöngurinn leikinn áður en hún komst út á völlinn. Það var gert til þess að koma í veg fyrir mótmæli hennar.

Hún var varamaður í bandaríska landsliðinu gegn Tælandi í nótt og fór þá niður á hnéð í þjóðsöngnum líkt og áður. Það kunni bandaríska knattspyrnusambandið ekki að meta.

„Það eru forréttindi og heiður að spila fyrir landslið Bandaríkjanna. Þess vegna skiptir þjóðsöngurinn okkur miklu máli. Er þjóðsöngurinn er leikinn gefst tækifæri fyrir leikmenn að þakka fyrir frelsið sem við búum við í Bandaríkjunum,“ segir í yfirlýsingi frá bandaríska sambandinu.

„Þar sem það eru forréttindi að taka þátt í þessu þá væntum við þess af leikmönnum okkar að þeir standi í þjóðsöngnum og virði fána þjóðarinnar.“

Rapinoe var varamaður í þessum leik en kom af bekknum í síðari hálfleik. Bandaríkin unnu leikinn, 9-0. Rapinoe ætlar ekki að hlusta á þessar skammir heldur halda áfram að mótmæla á þennan hátt.


Tengdar fréttir

Flýttu þjóðsöngnum út af Rapinoe

Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk ekki tækifæri til þess að mótmæla er bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.

Margir mótmæltu í þjóðsöngnum

Mótmæli svartra leikmanna í NFL-deildinni héldu áfram í gær þó svo dagurinn hafi verið viðkvæmur enda 15 ár í gær síðan ráðist var á Bandaríkin.

Sýndi Kaepernick stuðning í verki

Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Megan Rapinoe, neitaði að standa er þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn í gær og fór frekar niður á hné.

Kaepernick fær meiri stuðning

Enn einn NFL-leikmaðurinn neitaði að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×