Fótbolti

Flýttu þjóðsöngnum út af Rapinoe

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Megan Rapinoe.
Megan Rapinoe. vísir/getty
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk ekki tækifæri til þess að mótmæla er bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.

Þá var Rapinoe mætt til Washington með liði sínu, Seattle, og hafði hugsað sér að krjúpa niður á hnéð meðan þjóðsöngurinn væri leikinn.

Það gerði hún fyrir síðasta leik liðsins. Með því var hún að styðja mótmæli NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick en hann hefur ekki staðið í þjóðsöngnum í síðustu leikjum. Með því er hann að mótmæla lögregluofbeldi og kúgun svartra í Bandaríkjunum.

Þjóðsöngurinn fyrir leik Washington og Seattle í bandarísku kvennaknattspyrnudeildinni var leikinn er bæði lið voru enn inn í klefa. Það var viljandi gert.

Eigandi Washington-liðsins, Bill Lynch, sagðist vilja þagga niður í mótmælum Rapinoe. Sagði þau vera vanvirðingu við fánann. Lynch sagðist líka ekki hafa viljað taka athyglina frá leiknum með því að leyfa Rapinoe að stela senunni með mótmælum sínum.

Rapinoe var reið. „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég er miður mín yfir þessum viðbrögðum,“ sagði Rapinoe.


Tengdar fréttir

Sýndi Kaepernick stuðning í verki

Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Megan Rapinoe, neitaði að standa er þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn í gær og fór frekar niður á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×