Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2016 12:30 Stór hluti Aleppo er rústir einar. Vísir/Getty Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn. Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn.
Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15
Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33