Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2016 12:30 Stór hluti Aleppo er rústir einar. Vísir/Getty Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn. Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn.
Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15
Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33