Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2016 12:30 Stór hluti Aleppo er rústir einar. Vísir/Getty Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn. Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn.
Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15
Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33