Erlent

Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bílalest á leið til Aleppó í liðinni viku.
Bílalest á leið til Aleppó í liðinni viku. vísir/getty
Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Fyrr í dag var greint frá því að vopnahléinu í Sýrlandi væri lokið en stjórnarherinn tilkynnti um lok þess þar sem hann segir uppreisnarhópa ekki hafa staðið við skilmála hlésins.

Í frétt AP af loftárásinni í kvöld er haft eftir fulltrúa Rauða hálfmánans í Sýrlandi að bílalestin með hjálpargögnunum hafi verið á þeirra vegum í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar en lestin var á leiðinni frá þeim hluta Aleppó sem er á valdi stjórnarhersins og eins og áður inn á svæði sem er á valdi uppreisnarhópa.

Samkvæmt Reuters eru nokkrir alvarlega slasaðir eftir loftárásina en fyrr í dag sögðu Sameinuðu þjóðirnar að neyðargögn fyrir 78 þúsund manns, meðal annars hveiti og lyf, en ekki liggur fyrir hvort bílalestin sem varð fyrir loftárás í kvöld sé sú bílalest. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki tjáð sig um árásina að öðru leyti en því að verið sé að leita staðfestingar á henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×