Innlent

Birtu myndband af því þegar lögreglan skaut svartan mann til bana

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem birt var í dag.
Skjáskot úr myndbandinu sem birt var í dag. VÍSIR/SKJÁSKOT

Lögreglan í Tulsa í Oklahoma birti í dag myndband og hljóðupptökur af því þegar lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni síðastliðinn föstudag.

Maðurinn, sem hét Terrence Crutcher, var óvopnaður en í fréttum fyrir helgi sögðu lögregluyfirvöld að hann skotið hefði verið á hann því hann neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu, til að mynda um að setja hendur upp í loft.
Á myndbandinu sem birt var í dag sést hins vegar greinilega að Crutcher setur hendurnar upp í loft. Hann fær svo rafstuð úr rafbyssu áður en hann er skotinn. Crutcher lést á sjúkrahúsi af sárum sínum síðar um daginn.

Í gær fékk fjölskylda Crutcher sem og nokkrir aðrir aðilar, þar á meðal prestur í Tulsa að nafni Ray Owens. Í viðtali við vefmiðilinn Mic segir Owens að myndbandið af Crutcher og lögreglumönnunum sé eitt það versta sem hann hafi séð.

„Maðurinn er að labba í áttina frá lögreglumönnunum með hendur upp í loft. Fyrir mér sýnir það að það stafar engin ógn af honum,“ segir Owens.

Presturinn hefur þekkt Crutcher-fjölskylduna. Hann segir viðbrögð lögreglunnar til skammar.

„Viðbrögð lögreglunnar þegar maðurinn er kominn í götuna... Það leið meira en mínúta áður en þeir fóru að huga að honum og kalla eftir læknisaðstoð. Lögreglan virtist ekki vera mikið að spá í því.“

Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara viðkvæma við því.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.