Englendingar enn í sárum eftir tapið gegn Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:30 Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu. vísir/getty Adam Lallana, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, viðurkennir að leikmenn landsliðsins eru enn í sárum eftir tapið gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í sumar. Kolbeinn Sigþórsson skaut Englendinga úr keppni í Nice sem varð til þess að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir leikinn. Nýr kafli hjá enska liðinu hefst á sunnudaginn þegar það mætir Slóvakíu í fyrsta leik undankeppni HM 2018 undir stjórn nýs þjálfara, Sams Allardyce. Aðspurður um tapið gegn Íslandi sem enskir hafa kallað það mest niðurlægjandi í sögu liðsins sagði Lallana á blaðamannafundi í gær: „Ég held að það verði alltaf sárt fyrir alla þá sem tóku þátt en við verðum að horfa fram á veginn. Það er það eina sem við getum gert,“ sagði Lallana.Adam Lallana á blaðamannafundinum í gær.vísir/getty„Við erum með nýjan stjóra núna og mikið af nýju starfsfólki þannig það er mikilvægt að við byrjum vel.“ „Við erum allir vonsviknir með það sem gerðist í sumar en Sam hefur komið inn með sýnar hugmyndir og aðra hugmyndafræði. Æfingar hafa verið mjög kraftmiklar. Þær hafa ekki verið margar en verið nokkuð góðar. Ég held að Sam viti að við erum með lítið sjálfstraust eftir það sem gerðist í sumar,“ sagði Adam Lallana. Liverpool-maðurinn spilaði ekki leikinn fræga á móti Íslandi í Hreiðrinu í Nice á þessum dómsdegi enskrar knattspyrnu. Lallana telur þó að þetta tap hafi engin áhrif á hvernig Sam Allardyce meðhöndli liðið. „Því miður fyrir fólkið í landinu þá brugðumst við í sumar og við erum ekki feimnir við að viðurkenna það að við áttum að gera betur. Við áttum að vinna Ísland og við vitum að það áttum við að gera,“ sagði Adam Lallana. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Adam Lallana, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, viðurkennir að leikmenn landsliðsins eru enn í sárum eftir tapið gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í sumar. Kolbeinn Sigþórsson skaut Englendinga úr keppni í Nice sem varð til þess að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir leikinn. Nýr kafli hjá enska liðinu hefst á sunnudaginn þegar það mætir Slóvakíu í fyrsta leik undankeppni HM 2018 undir stjórn nýs þjálfara, Sams Allardyce. Aðspurður um tapið gegn Íslandi sem enskir hafa kallað það mest niðurlægjandi í sögu liðsins sagði Lallana á blaðamannafundi í gær: „Ég held að það verði alltaf sárt fyrir alla þá sem tóku þátt en við verðum að horfa fram á veginn. Það er það eina sem við getum gert,“ sagði Lallana.Adam Lallana á blaðamannafundinum í gær.vísir/getty„Við erum með nýjan stjóra núna og mikið af nýju starfsfólki þannig það er mikilvægt að við byrjum vel.“ „Við erum allir vonsviknir með það sem gerðist í sumar en Sam hefur komið inn með sýnar hugmyndir og aðra hugmyndafræði. Æfingar hafa verið mjög kraftmiklar. Þær hafa ekki verið margar en verið nokkuð góðar. Ég held að Sam viti að við erum með lítið sjálfstraust eftir það sem gerðist í sumar,“ sagði Adam Lallana. Liverpool-maðurinn spilaði ekki leikinn fræga á móti Íslandi í Hreiðrinu í Nice á þessum dómsdegi enskrar knattspyrnu. Lallana telur þó að þetta tap hafi engin áhrif á hvernig Sam Allardyce meðhöndli liðið. „Því miður fyrir fólkið í landinu þá brugðumst við í sumar og við erum ekki feimnir við að viðurkenna það að við áttum að gera betur. Við áttum að vinna Ísland og við vitum að það áttum við að gera,“ sagði Adam Lallana.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira