Söguleg stund í Bari er dómari á vegum FIFA notaði myndbandsupptöku í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 07:30 Björn Kuipers fékk aðstoð utan vallar. vísir/getty Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi. Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi.
Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti