Söguleg stund í Bari er dómari á vegum FIFA notaði myndbandsupptöku í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 07:30 Björn Kuipers fékk aðstoð utan vallar. vísir/getty Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi. Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi.
Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41