Erlent

Enn halda eldflaugatilraunir Norður-Kóreu áfram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá eldflaugaskoti Norður-Kóreu í sumar.
Frá eldflaugaskoti Norður-Kóreu í sumar. Vísir/EPA
Norður-Kórea skaut þremur eldflaugum í hafið undan austurströnd ríkisins í nótt. Yfirvöld þar í landi hafa að undanförnu framkvæmt tilraunir með eldflaugar í trássi við bann á slíkar tilraunir.

Yfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá tilraununum en ekki lá fyrir hvaða gerð af eldflaugum var skotið á loft eða hversu langt þeim var skotið.

Alþjóðasamfélagið hefur bannað Norður-Kóreu að framkvæma slíkar tilraunir en það virðist ekki hafa tilætluð áhrif. Aðeins tvær vikur eru frá því að síðustu eldflaug var skotið á loft úr kafbáti undan ströndum Kóreuskaga.

Í janúar héldu kjarnorkutilraunir ríkisins áfram og í febrúar skaut herinn langdrægri eldflaug á loft. Nokkrum eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði en ein slík er sögð hafa lent við landhelgi Japan.

Nú fer fram ráðstefna leiðtoga G20-ríkjanna svokölluðu, stærstu iðnríkja heims. Fer fundurinn fram í fyrsta sinn í Kína. Er talið líklegt að Norður-Kórea vilji með eldflaugaskotunum sýna styrk sinn á meðan sviðsljósið er á fundi leiðtoganna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×