Innlent

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu halda áfram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kim Jong-Un fylgist með eldflaugaskoti í mars.
Kim Jong-Un fylgist með eldflaugaskoti í mars. Vísir/AFP
Suðurkóreski herinn segir að nágrannar sínir í norðri hafi skotið eldflaugum á loft af kafbáti skammt frá strönd Norður-Kóreu nú fyrir stundu. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Eldflauginni var skotið á loft um klukkan 05.30 að staðartíma á miðvikudagsmorgni. Skotið átti sér stað skammt frá borginni Sinpo en yfirvöld í Suður-Kóreu telja gervihnattarmyndir sýna fram á að þar sé kafbátaherstöð að finna.

Skotið á sér stað aðeins tveimur dögum eftir sameiginlega heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna innan landamæra fyrrnefnda ríkisins. Æfingin er árleg og er af Norður-Kóreu talin undirbúningur fyrir innrás. Yfirvöld þar í landi hafa hótað að svara í sömu mynt.

Norður-Kórea hefur einangrast enn frekar eftir vopnatilraunir ársins. Í janúar héldu kjarnorkutilraunir ríkisins áfram og í febrúar skaut herinn langdrægri eldflaug á loft. Nokkrum eldflaugum hefur verið skotið á loft það sem af er mánuði en ein slík er sögð hafa lent við landhelgi Japan.


Tengdar fréttir

Norður-Kórea reyndi eldflaugaskot

Norður-Kóreumenn reyndu enn eitt eldflaugaskotið í nótt en í þetta sinn virðist sem það hafi mistekist, að sögn talsmanna hersins í Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×