Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2016 20:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30