Innlent

Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn

Jakob Bjarnar skrifar
Það að Þorsteinn og Þorgerður hafi nú gengið til liðs við Viðreisn staðfestir djúpstæðan klofning Sjálfstæðisflokksins.
Það að Þorsteinn og Þorgerður hafi nú gengið til liðs við Viðreisn staðfestir djúpstæðan klofning Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, er genginn til liðs við Viðreisn. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, svo gott sem staðfest þann orðróm, sem fór hátt í gær að hún ætli að bjóða sig fram fyrir Viðreisn.

Þetta kemur fram á Twittersíðu Þorgerðar en þar segir hún einfaldlega: Við Þorsteinn Pálsson höfum ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn.

Stöð 2 fór skilmerkilega yfir stöðu mála í kvöldfréttum í gær en nú eru mál að skýrast en þetta mega heita veruleg tíðindi úr pólitíkinni og mun Vísir fylgjast vel með gangi mála, eftir sem áður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.