Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 08:41 Vísir/AFP Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00