Southampton gerði sér lítið fyrir og vann frábæran útisigur, 3-0, á West Ham í London í dag.
Það gengur akkúrat ekkert upp hjá West Ham eftir að liðið flutti sig yfir á Ólympíuleikvanginn og er liðið aðeins með þrjú stig eftir sex leiki.
Charlie Austin, Tadic og Ward-Prowse gerðu sitt markið hver í leiknum fyrir Southampton og var sigur þeirra aldrei í hættu.
Southampton er í 9. sæti deildarinnar með átta stig en West Ham í því 18. með þrjú stig. West Ham hefur nú tapað fimm leikjum á tímabilinu.
Enn eitt tapið hjá West Ham
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti




Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti