Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2016 23:30 Frá atlögunni í dag. vísir/epa Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga. Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga.
Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41