Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2016 23:30 Frá atlögunni í dag. vísir/epa Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga. Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga.
Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41