Innlent

Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson.
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson. vísir/vilhelm

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags.

Töluvert hefur verið fjallað um mál tveggja manna en annar missti meðvitund aðfaranótt sunnudags og hinn lét lífið á heimili sínu nokkru síðar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar bæði málin en grunur leikur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsóknin langt á veg komin.

Beðið er eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn. Þá á eftir að yfirheyra nokkur vitni.

Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Fentanýl hundrað sinnum sterkara en morfín

Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl í auknum mæli hér á landi. Lyfið er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.